Á döfinni

Kynning á fræðslu og ráðgjöf Miðstöðvar evrópskra tungumála

  • 6.11.2025, 15:00 - 16:00, Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur hjá HÍ

Miðstöð evrópskra tungumála hefur opnað fyrir umsóknir fyrir Training and Consultancy (TaC) sem eru fræðsluviðburðir og vinnustofur fyrir tungumálakennara og er umsóknarfrestur til 14. nóvember. Sjá nánar á vefsíðu ECML.

Kynningarfundurinn verður haldinn á Heimasvæði tungumála í Veröld - húsi Vigdísar (2. hæð) fimmtudaginn 6. nóvember kl. 15:00-16:00, en þar munu Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ og Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, kynna tækifæri á vegum Miðstöðvar evrópskra tungumála. 

European Centre for Modern Languages er stofnun á vegum Evrópuráðsins. Miðstöðin er í Graz í Austurríki og hlutverk hennar er að styðja við tungumálanám og -kennslu í aðildarlöndunum.

Aðildarlönd ECML geta sótt um að fá fræðslu fyrir sérfræðinga á sviði tungumálamenntunar sem löguð er að raunverulegum þörfum og sérstökum aðstæðum í hverju landi. Þannig miðlar ECML þeirri sérfræðiþekkingu sem hefur verið þróuð í verkefnum miðstöðvarinnar beint til aðildarríkjanna.

Sérfræðingar ECML starfa í nánu samstarfi við innlend stjórnvöld og sérfræðinga við mótun og framkvæmd fræðslunnar innan hvers lands svo hægt sé að sníða fræðsluna sérstaklega að þörfum viðkomandi markhóps. 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica