Á döfinni
Kynningarfundur: Sjöunda Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan
Efnisatriði ráðstefnunnar verða m.a. fiskveiðar í Norður-Íshafi, Silkileið norðursins (Polar Silk Road) og sjálfbær þróun á norðurslóðum.
Athygli er vakin á því að ráðstefnan er haldin á undan Arctic Circle China Forum sem fer fram í Shanghai 10.-11. maí næstkomandi.
Hér má finna nánari upplýsingar um CNARC ráðstefnuna.
Frestur til að senda inn ágrip að erindi á ráðstefnuna er til 11. mars nk.
Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís og Egill Þór Níelsson, framkvæmdastjóri CNARC, hafa umsjón með kynningunni.
Allir velkomnir!