Á döfinni
Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2020
Umsóknarfrestur er til kl. 24:00, 1. október 2019.Athugið að umsókn um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef umsækjandi merkir við þar til gerðan reit í umsóknarformi.
Samkvæmt leiklistarlögum nr. 138/1998 skilar leiklistarráð tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár til stuðnings atvinnuleikhópum.
Aðgangur að umsóknarkerfi Rannís og eyðublöð fyrir skýrslu ásamt lögum og reglum er að finna á vefsíðu sjóðsins.
Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum.