Á döfinni

Markáætlun um náttúruvá

  • 6.11.2025 - 15:00, Umsóknarfrestur

Hvert er markmiðið?

Stjórn markáætlunar um náttúruvá leggur áherslu á að styrkja rannsóknir, þróun og hagnýtingu sem tengjast náttúruvá í víðu samhengi. Við ákvörðun áherslna fyrir markáætlun um náttúruvá var m.a. stuðst við fjórðu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar og stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum. Að neðan eru dæmi um möguleg verkefni sem falla að þessum áherslum (upptalningin er ekki tæmandi):

Verkefni sem efla þekkingu og bæta getu til að spá fyrir um náttúruvá, þ.á.m. eldgos, jarðskjálfta, snjóflóð, aurskriður, jökulhlaup, fárviðri, kulda og flóð í sjó, ám og vötnum, gróðurelda eða smitfaraldra.

Verkefni sem efla viðbragðsþol (e. resilience) gagnvart náttúruvá. Undir þennan flokk falla m.a. verkefni sem lúta að forvörnum, eftirfylgni, mótvægis- og aðlögunaraðgerðum, áhættustýringu, samfélags-, heilsufars- og menningarlegum áhrifum náttúruvár og stefnu-mótun. 

Hverjir geta sótt um?

Háskólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um styrki úr Markáætlun um náttúruvá

Hvernig er sótt um?

 Umsóknum í sjóðinn er skilað inn í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís

 Skilyrði úthlutunar

Markáætlun veitir styrki samkvæmt þeim áherslum sem eru skilgreindar fyrir sjóðinn, og á grundvelli faglegs mats á gæðum verkefna, hversu víðtækt verkefnið er, þörf á afurðum verkefnisins, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.

Hlutverk Rannís

Rannsóknamiðstöð Íslands er umsýsluaðili sjóðsins.

Tilkynning stjórnvalda

Fréttatilkynning stjórnvalda um Markáætlun um Náttúruvá.

Nánari upplýsingar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica