Upplýsingafundur og tengslaráðstefna um "NEB Facility" (e. New European Bauhaus)
Næstu daga verða tveir mikilvægir viðburðir haldnir um NEB Facility sem er nýtt þriggja ára prógram innan Horizon Europe.
Upplýsingafundur – 4. júní 2025 kl. 07:30–11:00 (að íslenskum tíma)
Farið verður yfir styrkjamöguleika innan NEB Facility og helstu áherslur í vinnuáætlun Horizon Europe 2025.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á vef New European Bauhaus:
Streymi frá fundi
Ekki þarf að skrá sig en þau sem vilja fá áminningu eru hvött til að fylla út skráningarform fyrir 1. júní nk.
Tengslaráðstefna – 5. júní 2025 kl. 11:30–15:00 (að íslenskum tíma)
Viðburðurinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á að senda inn NEB verkefni og vilja byggja upp samstarfsnet. Boðið verður upp á „pitching“-kynningar og einnig geta þátttakendur bókað fundi með öðrum.
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 1. júní og þurfa að þátttakendur að setja upp prófíl til að taka þátt.
Skráning á tengslaráðstefnu