Á döfinni

Rannsóknaráð Noregs óskar eftir umsóknum í kall sem miðar að því að efla netöryggi og seiglu í orkugeiranum á Norðurlöndunum

  • 19.11.2025 - 26.11.2025 - 12:00, Umsóknarfrestur

Styrkurinn er fyrir verkefni sem kosta allt að 200 þúsund evrur þar sem gert er ráð fyrir 50% mótframlagi umsækjenda.
Heildarfjármagn til úthlutunar er ein milljón evra sem dreifist á 10 verkefni. Verkefni mega vara í allt að sex mánuði og þurfa að skila hagnýtum lausnum sem bæta hæfni til að greina, fyrirbyggja og/eða bregðast við netógnum gagnvart orkukerfum.

Umsóknarfrestur er til 26. nóvember 2025 klukkan 12:00 (13:00 CET) og niðurstöður eru væntanlegar í febrúar 2026.

Nánari upplýsingar um kallið á vef Rannsóknaráðs Noregs








Þetta vefsvæði byggir á Eplica