Á döfinni

Umsóknarfrestur um undirbúningsheimsóknir í Nordplus

  • 1.10.2025, Umsóknarfrestur

Opnað hefur verið fyrir undirbúningsstyrki í Nordplus Junior, leik- grunn- og framhaldsskólastig, Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla og Nordplus Sprog, norræn tungumál.

Við vekjum líka athygli á því að einnig er hægt að sækja um styrk fyrir námsheimsóknum í Nordplus Junior.

Tilgangurinn með undirbúningsstyrkjum er að auðvelda leit að samstarfsaðilum og undirbúning og þróun umsókna í Nordplus fyrir komandi umsóknarfrest sem verður 2. febrúar 2026.

Umsóknarfrestur er 1. október 2025 og sótt er um rafrænt í gegnum ESPRESSO umsóknarkerfið.

Fyrir nánari upplýsingar um Nordplus áætlunina, dæmi um verkefni og innblástur þá hvetjum við ykkur til skoða vefsíðu Nordplus:

Vefur Nordplus








Þetta vefsvæði byggir á Eplica