Á döfinni

Styrkir til að halda vinnustofur innan hug- og félagsvísinda

  • 3.6.2019, Umsóknarfrestur

NOS-HS býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja (workshops). Rannsakendur sem starfa að rannsóknum í hug- og félagsvísindum og skyldum greinum geta sótt um styrk. Markmið styrkjanna er að stuðla að samvinnu og myndun tengslanets milli norrænna rannsakenda og að þróun nýrra rannsóknasviða og verkefna innan hug- og félagsvísinda á Norðurlöndunum. Markmiðið er einnig að styðja þátttöku norrænna rannsakenda í stórum alþjóðlegum verkefnum.

NOS-HS er samstarfsvettvangur í hug- og félagsvísindum á vegum fjármögnunaraðila rannsókna á Norðurlöndunum.

Umsóknarkerfi NOS-HS hefur verið opnað og umsóknarfrestur rennur út 3. júní 2019. 

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu NOS-HS.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica