Á döfinni

Þekkingarmiðlun og uppbygging færnineta til að styrkja sjónarmið frumbyggja í rannsóknum, nýtt NordForsk kall

  • 28.5.2024, 12:00 - 13:00, Vefstofa
  • 24.9.2024, Umsóknarfrestur

Kallið  sem nefnist á ensku: Knowledge sharing and capacity building networks to strengthen Indigenous perspectives in research er með umsóknarfresti til og með 24. september 2024.

Upphæð styrks getur numið allt að 1 milljón norskra króna (NOK) og skulu styrkt verkefni standa í tvö ár.

Meginmarkmið kallsins er að til lengri tíma litið muni verkefnin stuðla að sjálfbærri og siðferðilega traustri þróun samfélaga og svæða þar sem frumbyggjar eiga hagsmuna að gæta og stuðla þannig að því að viðhalda trausti og samheldni á Norðurlöndum.

Nánari upplýsingar á vef NordForsk

  • Áhugasömum er bent á að þann 28. maí frá 12:00-13:00 að íslenskum tíma verður haldin vefstofa um kallið:
    Skráning á vefstofu
  • Ef þú vilt komast í samband við aðra áhugasama umsækjendur skaltu skrá þig á tengiliðalista kallsins:
    Skráning á tengiliðalista







Þetta vefsvæði byggir á Eplica