Alþjóðastarf: apríl 2015

24.4.2015 : Hefurðu áhuga á að taka þátt í evrópsku tungumálaverkefni?

Tungumálamiðstöðin í Graz hefur komið á fót vefsvæði þar sem óskað er eftir samstarfsaðilum vegna tungumálaverkefna.

Sjá frekari upplýsingar um umsækjendur, áhugasvið og tegund verkefna.

16.4.2015 : Upplýsingadagur um Orkuáætlun Horizon 2020

14. september nk. mun  Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins standa að upplýsingadegi vegna nýrrar Orkuáætlunar Horizon 2020 fyrir árin 2016-2017, endilega takið daginn frá. Gerð er krafa um skráningu en opnað verður fyrir skráningar í júní. Frekari upplýsingar má nálgast hér.

16.4.2015 : Vinningshafar evrópsku bókmenntaverðlaunanna 2015

Tilkynnt hefur verið um vinningshafa evrópsku bókmenntaverðlaunanna 2015, en öll þátttökulönd í Creative Europe menningaráætlun ESB geta tekið þátt.

Lesa meira

13.4.2015 : Opnunarhátíð EPALE verður haldin þann15. apríl kl. 8:00-14:00 að íslenskum tíma. Taktu þátt á netinu!

Þann 15. apríl, verður EPALE, ný vefgátt fagfólks í fullorðinsfræðslu, formlega opnuð með ráðstefnu í Brussel. Öllum er velkomið að vera virkir þátttakendur opnunarráðstefnunnar á netinu.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica