Creative Europe/MEDIA: Árið 2015 var gjöfult ár

150 milljónir í styrki til íslenskra fyrirtækja

11.5.2016

Íslenskum fyrirtækjum gekk einstaklega vel í styrkúthlutunum á árinu 2015. 40 íslenskar umsóknir bárust í MEDIA og sautján þeirra fengu samtals um 150 milljónum (1.003.639 evra) úthlutað.

Skiptust styrkirnir á eftirfarandi hátt:

Styrkir til framleiðenda

Styrkir til undirbúnings og framleiðslu kvikmynda til íslenskra fyrirtækja

Stök verkefni: Á fyrsta skilafresti umsókna fóru 4 íslenskar umsóknir og fékk engin þeirra úthlutun. Á síðari skilafresti til undirbúnings íslenskra umsókna fóru 5 umsóknir og fengu 3 þeirra úthlutun. Verkefnin sem hlutu styrk eru:

 • Journey Home frá True North ehf. (50.000 €)
 • War is over frá Tvíeyki ehf. (50.000 €)
 • Spearhead frá New Work ehf. (50.000 €)

Verkefnapakkar: Á fyrsta skilafresti umsókna fór ein íslensk umsókn frá Saga film ehf. og fékk úthlutað 200.000 evrum til undirbúnings fimm kvikmynda:

 • Heimildamynd: The Vasulkas,
 • Þrjár leiknar sjónvarpsþáttaraðir: BlackoutStella Blómkvist og Hugborg
 • Ein leikin kvikmynd í fullri lengd: Víti í Vestmannaeyjum

Styrkir til framleiðenda til framleiðslu á sjónvarpsefni

Á fyrsta skilafresti umsókna 2015 sóttu tveir aðilar um og fengu úthlutað samtals 545.920€.

 • Compass ehf. fékk úthlutað 45.920 evrum  fyrir heimildarmyndina Yarn: The movie
 • Sögn ehf. (Blueeyes Productions) fékk úthlutað 500.000 evrum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ófærð.

Af 12 íslenskum umsóknum fengu sex umsóknir styrki til að undirbúa og framleiða 10 íslenskar kvikmyndir. Samtals fengu íslenskar umsóknir framleiðenda 895.920 þúsund evrur, eða um 130 milljónir króna.

Styrkir til dreifingar

Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum (valkerfið)

Á fyrsta skilafresti umsókna voru 7 íslenskar umsóknir sendar inn og 3 þeirra hlutu náð fyrir úthlutunarnefnd:

 • Bíó Paradís, 3 kvikmyndir: (Une nouvelle amie, 3.000 €, Bande de filles, 3.000 € og 1001 grams, 3.000 €).                 

Á öðrum  skilafresti umsókna voru 18 íslenskar umsóknir sendar inn og 5 þeirra hlutu náð fyrir úthlutunarnefnd:

 • Bíó Paradís, 4 kvikmyndir: (Saul Fia, 3.000 €, Marguerite 3.000 €, Louder than Bombs 3.000 € og Mia Madre 3.000 €).     
 • Myndform, 1 kvikmynd: (Mon roi, 3.000 €).


Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum (sjálfvirka kerfið)

Myndform sótti um skilyrtan styrk til kaupa á evrópskum kvikmyndum og fékk 2.799 evrur.

Europa Cinemas - styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum
Bíó Paradís fékk styrk frá “Europea Cinemas” sem er fjármagnað af MEDIA uppá 17.920 evrur.

Styrkir til kvikmyndahátíða

Á fyrsta skilafresti umsókna 2015 fór ein íslensk umsókn frá RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík og fékk hún úthlutað 63.000 € .

Dreifingarstyrkir

Kvikmyndirnar Hrútar og Fúsi fengu veglega dreifingarstyrki frá MEDIA til sýninga í kvikmyndahúsum í Evrópu. Kvikmyndin Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar fékk 445.400 evra styrk til dreifingar til 25 landa og kvikmyndin Fúsi í leikstjórn Dags Kára fékk dreifingarstyrk til 21 lands að upphæð 348.100 evrur. Samtals gerir þetta 793.500 evrur.

 

Í heild fengu íslensk fyrirtæki í kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuleikjageiranum úthlutað rúmlega milljón evrum og tvær íslenskar kvikmyndir fengu tæpar 800 þúsund evra til dreifingar erlendis. Þetta er mesta fjárhæð sem íslensk fyrirtæki hafa fengið á einu ári, frá því að Ísland hóf þátttöku í MEDIA áætluninni árið 1992. 

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica