Oddný Eir hlaut Bókmenntaverðlaun ESB fyrir bók sína Jarðnæði

27.10.2014

Androulla Vassiliou, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins um menntun, menningu, fjöltyngi og æskulýðsmál, tilkynnti vinningshafana í keppninni á bókamessunni í Frankfurt 8. október en verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu.

Vinningshafar þessa árs eru: Ben Blushi (Albaníu), Milen Ruskov (Búlgaríu), Jan Němec (Tékklandi), Makis Tsitas (Grikklandi), Oddný Eir (Íslandi), Janis Jonevs (Lettlandi), Armin Öhri, (Liechtenstein), Pierre J. Mejlak (Möltu), Ognjen Spahić (Svartfjallalandi), Marente de Moor (Hollandi), Uglješa Šajtinac (Serbíu), Birgül Oğuz (Tyrklandi) og Evie Wyld (Bretlandi).

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins (EUPL) standa þeim löndum opin sem eru þátttakendur í Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB. Á hverju ári sjá landsdómnefndir frá einum þriðja af þátttökulöndunum – 13 að þessu sinni – um að útnefna vinningshöfundana. 

Frekari upplýsingnar um verðlaunin er að finna hér

Sjá íslenska heimasíðu Creative Europe

Þetta vefsvæði byggir á Eplica