Nordplus tengslaráðstefna fyrir Norrænu tungumálaáætlunina

20.11.2014

Ráðstefnan verður haldin í Reykjavík, 19-21. janúar.

Markmið ráðstefnunnar er að leiða saman einstaklinga og stofnanir sem hafa áhuga á að styrka kennslu Norðurlandatungumála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Tungumál ráðstefnunnar er danska, norska og sænska þannig að þekking á þessum tungumálum er skilyrði. Umsækjendur verða að koma frá stofnun, samtökum eða fyrirtækjum sem eru reiðubúin að taka þátt í mögulegu Nordplus verkefni í kjölfar ráðstefnunnar.  Þátttakendur ráðstefnunnar koma frá öllum Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum og eru Íslendingar hvattir til að taka þátt. Ferðakostnaður og hótel er greitt fyrir þátttakendur utan af landi.

Meginmarkmið Nordplus norrænu tungumálaáætlunarinnar er að auka skilning og þekkingu á norrænum tungumálum, einkum dönsku, norsku og sænsku. Sérstök áhersla er lögð á að ná til barna og ungmenna en einnig er stutt við verkefni sem snúa að þróun námsefnis, aðferða og áætlana sem stuðla á auknum skilningi norðurlandatungumála á öllum skólastigum. Nánari upplýsingar um áætlunina má nálgast á www.nordplusonline.org

Drög að dagskrá:

  • Dagur 1 – Móttaka og léttar veitingar um eftirmiðdag
  • Dagur 2 – Kynning á Nordplus, hópvinna, fyrirmyndaverkefni, kynning á umsóknarkerfinu Espresso. Sameiginlegur matur um kvöld
  • Dagur 3- Hópvinna um morgun. Dagskrá lýkur á hádegi.

Umsækjendur eiga að fylla út umsókn (á dönsku, norsku eða sænsku) með stuttri lýsingu á 1-2 verkefnahugmyndum. Gæði, innihald og frumleiki verkefnahugmynda verður notað sem forsendur í vali á þátttakendum.

Hér má finna umsóknareyðublað. Umsóknarfrestur er 1. desember 2014.

Áherslur ráðstefnunnar eru:

  • Skilningur á dönsku, norsku og sænsku hjá börnum og ungmennum
  • Atvinnulíf og norðurlandatungumál
  • Tækniþróun, nýsköpun og námsefni í kennslu norðurlandatungumála
  • Norðurlandatungumál í Eystrasaltslöndum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica