Morgunverðarfundur á RISE hluta Marie Curie áætlunar Horizon 2020

5.3.2015

Í því skyni að styðja við og aðstoða íslenskar stofnanir og fyrirtæki sem hafa áhuga á að sækja um í Mannauðsáætlunina Marie Skłodowska Curie stendur Rannís fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 27. mars nk.

Á fundinum verður lögð áhersla á Research and Innovation Staff Exchange (RISE), en nú styttist í næsta umsóknarfrest fyrir þennan hluta sem er 28. apríl nk.

RISE hluti áætlunarinnar stuðlar að skammtíma hreyfanleika starfsfólks sem vinnur á sviði rannsókna og nýsköpunar og á það við bæði um rannsakendur, stjórnendur og annað starfsfólk slíkra stofnana/fyrirtækja t.d. starfsfólk sem kemur að stjórnsýslu, framkvæmd og tæknimálum. Umsóknir byggjast á samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs bæði innan og utan Evrópu.

Skráning

Dagskrá: 

Kynningarfundur, föstudagurinn 27.mars 09:30-11:30.
Staðsetning:  Grand Hótel Reykjavík, Háteigur A   

  • Opnun fundar
  • RISE umsóknargluggi Marie Curie áætlunar Horizon 2020 - Frank Marx, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, REA
  • Stuðningur við umsækjendur – Kristmundur Ólafsson, Rannís

Athugið að einnig verður boðið uppá sérstaka fundi með sérfræðingi framkvæmdarstjórnar ESB fyrir þátttakendur sem eru hyggjast sækja um. Þeir sem vilja sækjast eftir slíku eru beðnir að hafa samband fyrir þriðjudaginn 24.mars nk. enda takmarkað framboð af fundum. Óskir þess efnis skal senda til Kristmundar Ólafssonar, landstengiliðs Marie Sklodowska Curie áætlunarinnar á Íslandi.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica