Úthlutun úr Loftslagssjóði 2021
Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við úthlutun. Alls bárust 158 umsóknir í Loftslagssjóð og voru 24 þeirra styrktar eða um 15% umsókna.
Alls bárust 158 umsóknir í sjóðinn, 86 umsóknir um nýsköpunarverkefni og 72 umsóknir um kynningar- og fræðsluverkefni. Sótt var alls um 1.1 milljarð króna. Ákveðið var að styrkja 24 verkefni, fyrir allt að 170.250 þús. kr.
Alls voru 12 nýsköpunarverkefni styrkt og 12 kynningar- og fræðsluverkefni, sjá lista hér fyrir neðan.
Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr Loftslagssjóði. Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Svör hafa verið send á netföng verkefnisstjóra.
Nánari upplýsingar um verkefnin
Nýsköpunarverkefni
| Heiti verkefnis | Aðalumsækjandi | Umsótt upphæð (þús. kr.) | 
| AlSiment umhverfisvænn arftaki sements | Gerosion ehf. | 9.836 | 
| Bokashi fyrir sveitarfélög, ný umhverfisvæn nálgun í úrgangsmálum | Jarðgerðarfélagið ehf. | 10.000 | 
| Food waste reduction through data science innovation and impact awareness | GreenBytes ehf. | 10.000 | 
| Hermun vatnafars og losunar gróðurhúsalofttegunda í votlendi og framræstu landi | Vatnaskil ehf. | 10.000 | 
| Humble – Smáforrit gegn matarsóun | Humble ehf. | 9.720 | 
| Kolefnisforði og CO2 flæði úr jarðvegi - samstarfsverkefni um vöktun á völdum landgerðum | Náttúrustofa Suðausturlands ses. | 8.587 | 
| Koltvísýringur mældur með flygildi | Neskortes ehf. | 3.935 | 
| Matarspor | Efla hf. | 2.880 | 
| Skrokk- og kerfishönnun á fjölnota raftvíbytnu | Íslensk NýOrka | 10.000 | 
| Vetniskeðjan | Vetnis ehf. | 10.000 | 
| Vísindaferðaþjónusta – nýr vettvangur fyrir öflun og miðlun þekkingar um loftslagsmál | Þorvarður Árnason | 10.000 | 
| Þurrkun á timbri með jarðvarma | Skógræktin | 4.056 | 
Kynningar- og fræðsluverkefni
| Heiti verkefnis | Aðalumsækjandi | Umsótt upphæð (þús. kr.) | 
| Connecting Loops - Roaming Repair Café | Reykjavík Tool Library ehf. | 5.317 | 
| Explain it to me | Íris Indriðadóttir | 160 | 
| Full Steam Ahead | Bless Bless Productions sf. | 5.321 | 
| Grænir frumkvöðlar framtíðar | Matís ohf. | 9.940 | 
| Leggjum línurnar | Finnur Ingimarsson | 2.508 | 
| Lífverðir loftslagsins - Menntaverkefni um loftslagsmál | Katrín Magnúsdóttir | 10.000 | 
| Loftslagsleiðtoginn: fræðsla, leiðangur og leiðtogaþjálfun | Vilborg Gissurardóttir | 9.987 | 
| North Atlantic Triennial | Listasafn Reykjavíkur | 10.000 | 
| Ormhildur the Brave - A climate fiction | Compass ehf. | 5.400 | 
| Strætóskólinn | Orkusetur | 1.300 | 
| Upplýsingapakki um loftslagsmál | Ungir umhverfissinnar | 1.303 | 
| Veðurgögn og vísindalæsi | Belgingur, reiknistofa í veðurfræði ehf. | 10.000 | 
Birt með fyrirvara um villur.

 
            