Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna

Fyrir hverja?

Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

Til hvers?

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út

Umsóknarfrestur: 

  • Vegna nýrra verkefna: 1. október ár hvert.
  • Vegna framhaldsumsókna: 1. apríl ár hvert.

EN

Hvert er markmiðið?

Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.

Hverjir geta sótt um?

Öll fyrirtæki sem eru eigendur rannsóknar- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga (lög nr. 152/2009).

Umsókn

Sótt er um verkefni í umsóknarkerfi Rannís. Nauðsynlegt er að skila eftirfarandi umsóknargögnum með umsóknum:

  • Samstarfssamningi ef um samstarfsverkefni er að ræða.
  • Sækja skal um staðfestingu vegna nýrra verkefna eigi síðar en 1. október en nái verkefnið á milli ára skal sækja um framhald þess eigi síðar en 1. apríl.

Skilyrði úthlutunar

Skilyrði þess að verkefni hljóti staðfestingu (og geti þar með nýtt sér skattfrádrátt) er að það teljist rannsóknar- eða þróunarverkefni samkvæmt lögum og einnig:

  1. að hugmynd að virðisaukandi vöru/þjónustu og viðskiptaáætlun sé vel skilgreind, og
  2. að sýnt sé fram á með gögnum að varið verði a.m.k. 1 millj. kr. til rannsókna og þróunar á 12 mánaða tímabili, og
  3. starfsmenn hafi þjálfun, menntun eða reynslu á því sviði sem hugmynd að virðisaukandi vöru eða þjónustu byggist á.

Könnun til að meta árangur

Samhliða umsóknarferlinu er lagður fyrir umsækjendur spurningarlisti (í kafla 3.3 í umsóknarforminu) sem miðar að því að meta árangurinn af þessari stuðningsaðgerð stjórnvalda á tímabilinu 2010-2020. Ætlunin er að safna gögnum um árangur og skattspor þeirra rannsókna-og þróunarverkefna sem notið hafa skattfrádráttar á þessu tímabili. Þessi kafli verður fastur liður í umsóknarforminu og uppfærast því gögnin með hverjum nýjum umsóknarfresti.

Spurningalistinn verður einnig sendur beint til allra þeirra fyrirtækja sem notið hafa skattfrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna á undanförnum árum. Fyrirtæki sem eru að sækja um í fyrsta sinn þurfa ekki að skila inn þessum gögnum.

Í ár verða einnig lagðar fyrir umsækjendur spurningar (í kafla 3.4 ) svo hægt sé að meta þau áhrif sem bráðbirgðaákvæða laganna fyrir skattárin 2020 og 2021, sem Alþingi samþykkti sem lið í sérsökum stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki vegna Covid-19. Þessi könnun verður einungis gerð í ár.

Við vonum að þau fyrirtæki sem hafa notið skattfrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna á undanförnum árum, sjái sinn hag í því að taka þátt í báðum þessum könnunum með okkur, þannig að draga megi upp sem skýrasta mynd af þeim ávinningi sem þessi stuðningur hefur skilað, bæði fyrirtækjunum og ríkissjóði.

Við hjá Rannís kappakostum að vinna sem best úr þessum gögnum og höfum ráðið Lindu Maríu Guðmundsdóttur sem sérstakan starfsmann í þá úrvinnslu, en hún mun í því sambandi einnig vinna nokkrar góðar árangurssögur fyrirtækja úr þeim gögnum sem skilað er inn.   

Kynningarmyndband

Kynning á skattfrádrætti
Þetta vefsvæði byggir á Eplica