Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.
Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út
Umsóknarfrestur:
Vegna nýrra verkefna: Opnað
verður fyrir umsóknir um ný verkefni um miðjan ágúst 2023 með umsóknarfrest til
2. október
Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.
Öll fyrirtæki sem eru eigendur rannsóknar- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga (lög nr. 152/2009). Sjá einnig skilgreiningu hér fyrir neðan.
Fjármálaráðuneytið hefur óskað eftir því við Rannís að árétta við umsækjendur í tengslum við lög nr. 152/2009 að: Tveir eða fleiri lögaðilar geta talist ein rekstrareining með tilliti til beitingar reglna um ríkisaðstoð og þegar þannig stendur á telst sú rekstrareining fyrirtækið sem horfa ber til. Mat á því hvort lögaðilar séu tengdir með þessum hætti er háð atriðum á borð við ráðandi eignarhlut og önnur rekstrarleg, fjárhagsleg og skipulagsleg tengsl eins og tilgreint er í viðauka við GBER sem vísað er til í lögunum.
Ekki er nóg að horfa til rekstrarforms aðila eins og ella mætti ráða af 3. tölul. 3. gr. laganna en í því ákvæði er vísað í lög um tekjuskatt, þ.e. 1. og 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. þeirra laga. Ríkisaðstoðarkerfið sækir stoð sína til Evrópuréttar líkt og kveðið er á um í lögskýringargögnum laganna og vísað er til í 1. mgr. 15. gr. Hugtakið fyrirtæki verður í samræmi við það að túlka sem rekstrareiningu / efnahagslega einingu (e. economic unit) þegar lagt er mat á hámarksfjárhæðir.
Sjá í þessu sambandi einnig leiðbeiningar frá framkvæmdastjórn ESB um veitingu aðstoðar á grundvelli GBER:
„In accordance with the case law, an undertaking is defined as a single economic entity having a common source of control. Therefore, as long as the group acts as a single economic unit, it shall be considered as one undertaking and the economic situation of all the legal persons part of the group shall be considered when granting aid under the GBER.“
Sótt er um verkefni í umsóknarkerfi Rannís. Nauðsynlegt er að skila eftirfarandi umsóknargögnum með umsóknum:
Skilyrði þess að verkefni hljóti staðfestingu (og geti þar með nýtt sér skattfrádrátt) er að það teljist rannsóknar- eða þróunarverkefni samkvæmt lögum og einnig:
Fyrir rekstrarárin 2020 og 2021 komu til sérstök bráðbirgðaákvæði í lögum nr. 152/2009, sem voru hluti af auknum stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki vegna Covid-19 sem Alþingi samþykkti í maí 2020. Samkvæmt þessum ákvæðum nam skattfrádrátturinn 35% af styrkhæfum kostnaði að hámarki 1.100 m.kr. í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja. Hámark skattafrádráttar gat því orðið allt að 385.000.000 kr. hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og 275.000.000 kr. hjá stórum fyrirtækjum á gjaldárunum 2021 og 2022 (vegna rekstraráranna 2020 og 2021) .
Alþingi framlengdi framangreind ákvæði þ. 15. júní 2022 með þeirri breytingu að hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti frá álögðum tekjuskatti árið 2023 skal vera samtals 1.000.000.000 kr., þar af skal heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- eða þróunarvinnu skv. 6. gr. laganna.
Samhliða umsóknarferlinu er áfram farið fram á við umsækjendur að skila inn sérstöku excel-skjali sem miðar að því að meta árangurinn af þessari stuðningsaðgerð stjórnvalda á tímabilinu 2010-2020. Ætlunin er að safna gögnum um árangur og skattspor þeirra rannsókna-og þróunarverkefna sem notið hafa skattfrádráttar á þessu tímabili. Þessi þáttur verður reglubundinn liður í umsóknarferlinu og miðast við að uppfæra gögnin með reglubundum hætti í tengslum við umsóknarfresti. Það er sérstaklega mikilvægt að þau fyrirtæki sem ekki hafa náð að senda þessi gögn inn áður, með fullnægjandi hætti, sendi okkur uppfærðar útgáfur af skjalinu, þar sem þessi gögn munu gegna lykilhlutverki í sérstöku áhrifamati á þessu stuðningskerfi sem til stendur að ljúka í ár og á næsta ári.
Fyrirtæki sem eru að sækja um í fyrsta sinn þurfa þó ekki að skila inn þessum gögnum.
Við vonum að þau fyrirtæki sem hafa notið skattfrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna á undanförnum árum, sjái sinn hag í því að taka þátt í báðum þessum könnunum með okkur, þannig að draga megi upp sem skýrasta mynd af þeim ávinningi sem þessi stuðningur hefur skilað, bæði fyrirtækjunum og ríkissjóði.
Við hjá Rannís kappakostum að vinna sem best úr þessum gögnum í sumar, þannig að niðurstöður geti legið fyrir í haust.
Reglugerðarsafn RSK v/758/2011 v/skattfrádráttar r&þ verkefna
Leiðbeinandi reglur Eftirlitsstofnunar EFTA um ríkisaðstoð til R&Þ&N