Horizon Europe

Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB (2021-2027)

#HorizonEu

Fjárfesting í mótun framtíðar

Horizon Europe gildir frá 2021-2027 og áætlað umfang hennar er rúmlega 95 milljarðar evra. 

Horizon Europe styður við rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum.

Markmið áætlunarinnar er að byggja upp sterkt vísinda- og nýsköpunarumhverfi í Evrópu sem leiðir af sér aukin tækifæri til atvinnu, betri samkeppnishæfni auk þess að mæta þörfum allra íbúa á svæðinu.

Ísland er virkur aðili að áætluninni og hefur verið frá árinu 1994 þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) tók formlega gildi. 

Rannís er umsýsluaðili Horizon Europe á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni auk þess að veita umsækjendum upplýsingar og aðstoð. Einnig heldur Rannís utan um starf stjórnarnefndarfulltrúa og landstengla fyrir allar undiráætlanir.

Hverjir geta sótt um? 

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í stoðina svo lengi sem aðili er frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Liechtenstein, auk fleiri ríkja.

Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.

Uppbygging Horizon Europe

Horizon áætlunin skiptist í þrjár stoðir (pillars) auk þess sem ein stoð gengur þvert á áætlunina

skýringarmynd

Umsóknarfrestir

Flest köll í Horizon Europe opna um miðjan apríl 2021 og mun Rannís standa fyrir upplýsingafundum þegar vinnuáætlanir berast frá ESB.  Við hvetjum áhugasama að fylgjast með á vef Rannís og Facebook síðu Rannís.

Horizon Europe áætluninni hófst 1. janúar 2021.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica