Rannsóknasjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Fyrir hverja?

Alla sem áhuga hafa á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að vinna að rannsóknum og útgáfu rita, um korta- og landfræðisögu Íslands og íslenska bókfræði.

Umsóknarfrestur

Er annað hvert ár. Næsti umsóknarfrestur er 2. maí 2017.


Hvert er markmiðið?

Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Hverjir geta sótt um?

Allir sem áhuga hafa á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði.

Skilyrði úthlutunar

Til þess að umsókn teljist styrkhæf verða tengsl verkefnis við markmið sjóðsins að vera augljós. Verkefnið þarf að vera vel skilgreint og tímaáætlun ljós.

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica