Vísindavaka

Stefnumót við vísindamenn!

Hvað gerist á Vísindavöku Rannís? Skoðið myndband frá Vísindavöku hér fyrir neðan!

Vísindavaka 2018 verður haldin föstudaginn 28. september. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu, árlega síðasta föstudag í september undir heitinu Researchers' Night. Evrópusambandið styrkir verkefnið og hér má sjá heimasíðu verkefnisins.  

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.

Vísindavaka Rannís á Facebook


Vísindakaffi

Rannís býður almenningi upp á Vísindakaffi til að kynnast áhugaverðum viðfangsefnum vísindanna og fá tækifæri til að hitta vísindafólkið sjálft.

Myndband frá Vísindavöku 2013:

Myndband frá Vísindavöku 2013Þetta vefsvæði byggir á Eplica