Norface
Hvað er Norface?
NORFACE (New Opportunities for Research Funding Agency Co-operation in Europe) er sk. ERA-net, og er samstarfsvettvangur rannsóknaráða og rannsóknasjóða frá 16 löndum á sviði félagsvísinda.
Hvert er markmiðið?
Markmið NORFACE er að stuðla að samstarfi rannsókna- og vísindaráða innan Evrópu með því að setja upp sameiginlega rannsóknasjóði innan félagsvísinda með áherslu á ákveðin viðfangsefni hverju sinni. NORFACE styrkir félagsvísindi og rannsóknir í félagsvísindum á Evrópska rannsóknarsvæðinu og innan Horizon 2020, rammaáætlunar ESB um rannsóknir og nýsköpun. NORFACE hvetur til samstarfs með því að auðvelda leit að samstarfsaðilum á sama fræðasviði og stuðlar þannig að auknum sýnileika og virkni félagsvísinda.
Hverjir geta tekið þátt?
Vísindafólk sem starfar að rannsóknum á sviði félagsvísinda. Innan NORFACE eru skilgreind forgangsatriði og sameiginlegum sjóðum komið á fót samkvæmt því.
Þátttökulönd
Krafist er samstarfs minnst þriggja aðildarlanda NORFACE í hverri umsókn.
Eftirtalin lönd eru aðilar að NORFACE: Austurríki, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Holland, Írland, Ísland, Kanada, Litháen, Noregur, Pólland, Portúgal, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss og Þýskaland.