Úthlutun styrkja til atvinnuleikhópa

27.1.2015

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2015. Alls bárust 86 umsóknir frá 80 aðilum, þar af bárust tvær umsóknir um samstarfssamning.

Úthlutað var 75. 5 milljónum króna til 13 verkefna og eins samstarfssamnings við Gaflaraleikhúsið til tveggja ára með 10 milljón króna framlagi hvort ár.

Leikhópurinn sem stendur að Gaflaraleikhúsinu í  Hafnarfirði áætlar að vinna að fjórum verkefnum fyrir börn og unglinga auk fullorðna. Þessi verkefni eru:   Einar Ben, söguleikhús, Biblían á 60 mínútum,  Bakarofninn, þar sem matargerð er lyst og Þankagangur.  Hafnarfjarðarbær hefur staðfest mótframlag til þessara verkefna.

Nafn hóps Forsvarsmaður Verkefni Styrkir
    Dans:  
Melkorka S. Magnúsdóttir Melkorka S. Magnúsdóttir Milkywhale 3.734.000
Menningarfél. Tær Katrín Gunnarsdóttir Kvika 6.763.000
Rósa & Inga Rósa Ómarsdóttir Carrie's Cry 4.744.000
    Börn:  
Ásrún Magnúsdóttir & samstarfsfólk Ásrún Magnúsdóttir Made in Children 7.115.000
Barnamennfélag Skýjaborg
 (bíbí & blaka)
Sólrún Sumarliðadóttir Stormur og skýin 1.310.000
Brúðuheimar Hildur M. Jónsdóttir Íslenski fíllinn 5.650.000
    Önnur sviðsverk:  
Áhugaleikhús atvinnumanna Steinunn Knútsdóttir Ódauðleg verk 1 - 5 900.000
Kvenfélagið Garpur Sólveig Guðmundsdóttir Sóley Rós ræstitæknir 4.367.000
Leikhópurinn Díó Aðalbjörg Þ. Árnadóttir Natalía og Natalía 3.406.000
LGF slf. Heiðar Sumarliðason Amöbur átu úr mér augun 5.995.000
OST Olga S. Thorarensen Tabu 6.550.000
Óskabörn ógæfunnar Vignir Rafn Valþórsson Illska 7.454.000
Sokkabandið, áhugamannafélag Arndís Hrönn Egilsdóttir Old Bessastaðir 7.512.000
    Samstarfssamningur til 2 ára  
 Gaflaraleikhusið Lárus Vilhjálmsson

4 verkefni:

Einar Ben, söguleikhús

Bíblían á 60 mínútum

Bakaraofninn, þar sem matargerð er lyst

Þankagangur

10.000.000
    Samtals styrkir 75.500.000
Nánar um styrki til atvinnuleikhópa

Birt með fyrirvara um villur

Þetta vefsvæði byggir á Eplica