Leiðbeiningar til ytri sérfræðinga

Umsóknir um verkefnisstyrk og rannsóknastöðustyrk eru að öllu jöfnu metnar af tveimur ytri sérfræðingum. Umsóknir um öndvegisstyrk eru metnar af minnst þremur ytri sérfræðingum. Hvert fagráð fyrir sig ræðir allar umsóknir sem berast fagráðinu og forgangsraðar byggt á ytra áliti og umræðum fagráðs. Forgangsröðunarlistinn er lagður fyrir stjórn Rannsóknasjóðs sem tekur ákvörðun um styrkveitingu.

Allir sérfræðingar sem taka þátt í mati á umsóknum í Rannsóknasjóð skulu lesa kaflann  Um sjóðinn og Matsferli umsókna.

Ekki er greitt fyrir vinnu ytri sérfræðinga.


Vanhæfisreglur

Ytri sérfræðingar eru ábyrgir fyrir því að koma auga á kringumstæður sem skapa þeim vanhæfi við að fjalla um umsóknir í Rannsóknasjóð.

Þegar um vanhæfi umsýsluaðila er að ræða getur viðkomandi stjórnarmaður, fagráðsmaður eða ytri sérfræðingur ekki tekið þátt í umfjöllun um umsóknina. Ytri sérfræðingar geta ekki tekið að sér að meta viðkomandi umsókn og fagráðsmenn og stjórnarmenn þurfa að víkja af fundi þegar fjallað er um viðkomandi umsókn og ákvörðun um styrk er tekin.  Þetta skal skráð í fundargerðir. Til viðbótar við vanhæfisástæður sem taldar eru upp í Stjórnsýslulögum (nr. 37/1993)  gilda eftirtaldar reglur almennt um þá aðila sem koma að mati umsókna:

  • Náin vinátta, fjölskyldutengsl eða mægðir ytri matsmanns, fagráðsmanns eða stjórnarmanns við umsækjanda.
  • Persónuleg andstaða ytri matsmanna, fagráðsmanns eða stjórnarmanns við umsækjanda.
  • Fagleg samkeppni milli ytri matsmanns, fagráðsmanns eða stjórnarmanns og umsækjanda.
  • Fagráðsmenn geta hvorki verið verkefnisstjórar á umsókn í Rannsóknasjóð né meðumsækjendur á umsókn í því fagráði sem þeir sitja í.
  • Ef stjórnarmaður er þátttakandi í umsókn þarf hann að segja sig frá umfjöllun um úthlutun viðkomandi styrkárs og þarf þá að kalla inn varamann.

Ef viðkomandi er starfsmaður stofnunar eða fyrirtækis og umsókn frá öðrum starfsmönnum sömu stofnunar eða fyrirtækis er til umfjöllunar, verður að meta hversu náin tengsl eru við starfsmenn sem annast verkefnið eða hversu náin húsbændatengsl eru við yfirmenn viðkomandi stofnunar. Þessi tengsl þurfa ekki nauðsynlega að leiða til vanhæfis. 

Stjórnarmeðlimir, fagráðsmeðlimir og ytri matsmenn eru ábyrgir fyrir því að koma auga á kringumstæður sem skapa þeim vanhæfi við að fjalla um umsóknir í Rannsóknasjóð.

Rafrænt matskerfi

Matsblaði ytri matsmanna er skipt í fjóra hluta:

Fyrsti hluti – Umsókn

Hér er að finna sjálfa umsóknina, verkefnislýsingu og önnur fylgigögn nauðsynleg fyrir matið.

Annar hluti – Matsþættir

Hér er að finna þættina sem meta á. Mikilvægt er að gagnrýni sé skýr og mat uppbyggilegt. Tafla 4 er höfð til hliðsjónar við tölulegt mat á hverjum þætti. Hafa ber eftirfarandi í huga við mat á umsóknum:

Nýnæmi og áhrif verkefnisins

  • Nýnæmi markmiðs, rannsóknaspurningar/ tilgáta og nálgun.
  • Möguleg áhrif verkefnis á fræðasviðið og samfélagið.
  • Afurðir (svo sem vísindagreinar, bækur eða einkaleyfi). Kynning niðurstaðna fyrir almenningi og hagsmunaaðilum.

Vísindaleg gæði og raunhæfi

  • Vísindaleg gæði verkefnis.
  • Er verkefnið ítarlegt t.d. í skilgreiningu á rannsóknaspurningu og hvernig á að svara henni? Eru markmið skýr?
  • Raunhæfi og mikilvægi verkefnis.  Framkvæmd verkefnis, skipting í verkþætti, vörður og afurðir.

Verkefnisstjóri og aðrir þátttakendur

  • Þekking, reynsla og hæfni verkefnisstjóra og annarra þátttakenda á fræðasviði verkefnisins.
  • Reynsla af innlendu og erlendu samstarfi.
  • Rannsóknarumhverfi, innviðir og aðföng.
  • Skipurit verkefnisstjórnar og samhæfing verkefnis.
  • Þáttur framhaldsnema.

Áhrif á starfsþróun (á við um rannsóknastöðustyrki)

  • Hvernig miðar verkefnið að starfsþróun umsækjanda?
  • Framtíðasamstarf við gestgjafastofnun.

Þriðji hluti – Samantekt

Samantekt styrkleika og veikleika.

Fjórði hluti – Staðfesting

Hér fara ytri matsmenn yfir matstexta og staðfesta. Umsögnin vistast þar með í gagnagrunn Rannís og er aðgengileg fagráði.

 Flokkur Umsögn
5 - Excellent Exceptionally strong with essentially no weaknesses
4 - Very good Very strong with only minor or negligible weaknesses
3 - Good Strong but with numerous minor weaknesses
2 - Moderate Some strengths but at least one moderate weakness.
1 - Poor A few strengths and at least one major weakness

Tafla 4. Styrkleikaflokkar ytri matsmanna.

 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica