Vísinda- og tækniráð

Rannís er náinn samstarfsaðili Vísinda- og tækniráðs og veitir stofnunin faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu ráðsins.

Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka samkeppni atvinnulífsins. Forsætisráðherra er formaður ráðsins en þar sitja einnig fjármála- og efnahagsráðherra og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Ráðið markar stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Umfjöllun ráðsins á hvoru sviði um sig er undirbúin af starfsnefndum ráðsins, vísindanefnd og tækninefnd. 

Núverandi ráð hefur skipunartíma frá 2022-2025

Vísinda- og tækninefndir hittust fjórum sinnum á sameiginlegum fundum, vísindanefnd fundaði fimm sinnum og tækninefnd fjórum sinnum á árinu. Vísinda- og tækniráð fundaði fjórum sinnum á árinu í mars, júní, október og desember. Meginverkefni ársins var að móta nýja stefnu Vísinda- og tækniráðs en þeirri vinnu var ekki lokið í árslok. Vísinda- og tækniráð skipaði stjórn Markáætlunar í árslok og hefur hún það hlutverk að útfæra umsóknarferli fyrir Markáætlun um samfélagslegar áskoranir.

Vísinda- og tæknistefna

Vísinda- og tæknistefna 2020-2022 var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs 1. september. Í stefnunni er sett fram sýn til næstu 10 ára ásamt aðgerðum til stuðnings.

Vísinda- og tæknistefna 2020-2022

Nánar um Vísinda- og tækniráð








Þetta vefsvæði byggir á Eplica