Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum

Samvinna til aukinnar framtíðarfærni – ráðgjöf við fólk sem hyggur á nám erlendis

25.4.2016

Euroguidance miðstöðvarnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum bjóða upp á tveggja daga námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa dagana 28. og 29. september í Vilníus í Litháen, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður á ensku og allar frekari upplýsingar eru á ensku.

Lögð verður áhersla á að þátttakendur myndi tengsl hver við annan og geti hugsanlega unnið að sameiginlegum verkefnum að námskeiðinu loknu. Ísland mun kosta ferð tveggja náms- og starfsráðgjafa.

Náms- og starfsráðgjafar í framhaldsskólum ganga fyrir við val á þátttakendum en þeir sem vinna við að leiðbeina fólki sem hyggur á nám erlendis á öðrum skólastigum eru einnig hvattir til að sækja um, ef ske kynni að ekki fáist nægilega margir úr framhaldsskóla.

Dagskrá námskeiðsins og boðsbréf má finna hér.

Umsóknir skal senda til Dóru Stefánsdóttur fyrir 15. maí n.k. á umsóknareyðublaði sem hengt er við boðsbréfið.

Ath.: til þess að unnt sé að deila öllum umsóknunum með öllum skipuleggjendunum eru umsækjendur beðnir að fylla það út á ensku. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica