PETROSCOPE II hlýtur EUREKA viðurkenningu

1.2.2006

Á stjórnarfundi Eureka fimmtudaginn 26. janúar 2006, var nýtt verkefni um þróun hugbúnaðar og vélbúnaðar undir forystu íslenska fyrirtækisins PETROMODEL ehf. (áður Bergspá-Petromodel), samþykkt formlega. Eureka er samstarfsvettvangur 35 landa og ESB.  Sjá    www.eureka.be.

Á stjórnarfundi Eureka  fimmtudaginn 26. janúar 2006, var nýtt verkefni um þróun hugbúnaðar og vélbúnaðar undir forystu íslenska fyrirtækisins PETROMODEL ehf. (áður Bergspá-Petromodel), samþykkt formlega. Eureka er samstarfsvettvangur 35 landa og ESB.  Sjá    www.eureka.be.
Frumkvöðullinn Þorgeir S. Helgason fékk fyrst forverkefnisstyrk 600 þ.kr. úr Tæknisjóði árið 2000 til að leita að samstarfsaðilum og gera fyrstu fýsileikakönnun á hugmyndinni.  
Fyrri hluta verkefnisins Petroscope I er nú að ljúka. Eureka vettvangurinn er opið samstarf og í þessu tilfelli hafa nú Ítalir og sérstaklega Spánverjar á seinni  hluta 2005 sýnt verkefninu mikinn áhuga og óskað eftir að koma að næsta áfanga verkefnisins  sem hefur nú endað í því að nýtt verkefni Petroscope II hefur verið samþykkt sem Eureka verkefni  og verður formlega kynnt á ráðherrafundi í Prag á vori komanda. Önnur þáttökulönd í verkefninu eru Austurríki og Slóvenía mun bætast í hópinn á næstunni og etv. Englendingar. Þátttaka hinna nýju samstarfsaðila hefur orðið til þess að umfang verkefnisins hefur vaxið og er nú heildarkostnaður áætlaður 2,31 m€ á þrem árum 2006 - 2008 sem skiptist á þátttökulöndin.
Þátttaka þessara landa og Eureka gæðamerkið er viðurkenning fyrir verkefnishugmyndina og sérstaklega fyrir íslenska frumkvöðulinn.
Verkefnið Petroscope I er á lokastigi en það leiddi til fyrstu frumgerðar Petroscope-mælitækisins sem nú er í prófun á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og síðar í Slóveníu.

 

Verkefnið er stutt af Tækniþróunarsjóði.

Sjá nánar um verkefnið  á

http://www.eureka.be/inaction/AcShowProject.do?id=3665.

 

 

 

 

EVREKA - Samstarf um samkeppnishæfa Evrópu

 

EVREKA er samstarf 36 Evrópulanda og Evrópusambandsins um tækni- og iðnþróun. Þátttakendur eru Austurríki, Belgía, Króatía, Kýpur, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Lettland, Litháen, Luxemborg, Mónakó, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, San Marínó, Serbía-Svartfjallaland, Slóvenía, Slóvakía, Spánn, Svíss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland, svo og Evrópusambandið. Þá hefur Marokkó ákveðin tengsl við EVREKA samstarfið. Löndin Albanía, Búlgaría og Úkraína hafa opnað upplýsingaskrifstofur og geta tekið þátt í verkefnum, en eiga ekki aðild að stjórnarnefndum EVREKA. Evrópusambandið á sjálfstæða aðild að áætluninni og tekur þátt í samstarfinu með sama hætti og einstök aðildarlönd.  EVREKA er því ekki hluti af starfsemi Evrópusambandsins sjálfs.

 

EVREKA var stofnað árið1985 að frumkvæði Mitterands Frakklandsforseta, utan við ramma Evrópusambandsins í þeim tilgangi að virkja þekkingu og hugvit í álfunni til að efla nýsköpun og nýta stóran markað í álfunni, einnig til að auka framleiðni og samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar og atvinnulífs í harðnandi alþjóðlegri viðskiptasamkeppni.

 

Grunnhugmynd EVREKA er sú að frumkvæði að samvinnuverkefnum komi "frá grasrótinni" (bottom up), þ.e. frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum, sem taki saman höndum til að hagnýta þá möguleika sem felast í hugmyndaauðgi, fjölhliða þekkingu og stórum markaði.  EVREKA kemur sem viðbót við og byggir á stuðningi einstakra aðildarlanda við rannsóknir og þróunarstarf og fellur einnig að rammaáætlun Evrópusambandsins. Það byggir á frumkvæði fyrirtækja og á markaðslegum forsendum sem einkennir EVREKA samstarfið. Það sem fyrirtækin sjá í Evreka samstarfinu eru alþjóðatengslin, auðveldari markaðsfærsla á vörum sínum með tengslum við 35 landa netverk. Þá er litið á EVREKA sem gæðastimpil á verkefnin sem þau nýta sér m.a. við aukin alþjóðatengsl og markaðsfærslu. 

 

Fjármögnun hvers aðila í Evreka verkefnum er í heimalandinu. Á Íslandi er t.d. mögulegt að sækja í Tækniþróunarsjóð, frestur er til 15. febrúar  og til 15 september.

 

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Evreka

http://www.eureka.be

 

 

Nánari upplýsingar um EVREKA veitir:                                    

Snæbjörn Kristjánsson  landsfulltrúi Evreka (NPC)                    skr@rannis.is

verkfræðingur, rannsókna- og nýsköpunarsviði  RANNÍS

Laugavegi 13                                                                            Sími: 515 5800

101 Reykjavik

   

 

 

 

 

Dæmi um Evreka verkefni með íslenskri þátttöku:

 

 

Σ! 653

BIOMEST

(mæling á lífmassa í fiskeldi)

Ísland

Vaki h/f

Hermann Kristjánsson

Σ! 664

CON-COAT

(vatnsfælin steinveggjahúðun)

Ísland

Ranns.stofnun. bygg. iðn:

Rögnvaldur S. Gíslason

Σ! 768

CERACOMP

(keramisk efni í rafeindahluti)

Danmörk

ITÍ:

Guðmundur Gunnarsson

Σ! 770

INFOMAR

(upplýsingakerfi fyrir sjávarútveg)

Ísland

Fang hf.:

Gylfi Aðalsteinsson

Σ! 1193

HYDROPOWER

SIMULATOR

Ísland

Rafhönnun h/f

Jón Hjaltalín Magnússon

Σ! 1267

Oradea-Geothermal (Integrated Geothermal and Fossil Fuel Demonstration Power Plants for District Heating in OraedaCity and Bihor Coynty in Romania)

Ísland

VÁG h/f: Árni Gunnarsson

Jón Hjaltalín Magnússon

Rafhönnun h/f

Σ! 1376

AQUA-MAKI

(Intensive Landbased Rearing of Sea-Bass in Recycling Systems) 

Ísland

Máki hf.

Guðmundur Örn Ingólfsson

Σ! 1667

PIL-PIL

Spánn

Oddi hf.  Patreksfirði:

Sigurður Viggósson

Σ! 1717

ECOBUILDING

Noregur

Rb.:

Ístak hf. Jónas Frímannsson

Σ! 1772

EuroFishXchange (def)

Ísland

Marstar eHF:

Gylfi Aðalsteinsson

Σ! 1884

EURIMUS (Rafeindatæknivörur)

Frakkland

Rannís

Σ! 1960

AQUA-MAKI II

Ísland

Máki hf.

Guðmundur Örn Ingólfsson

Σ! 2326

GPSFISH

Ísland

Stjörnu-Oddi ehf,

Sigmar Guðbjörnsson

Σ! 2329

MICROSLEEP

Ísland

Flaga hf. 

Σ! 2408

ARCTIC TOURISM

Danmörk

Iðntæknistofnun,

Þuríður Magnúsdóttir

Σ! 2569

PETROSCOPE

Ísland

Bergspá ehf,

Þorgeir S. Helgason

Σ! 2527

EUROTOURISM

Spánn

Rannís

Σ! 3187

CELTIC - klasi

Spánn

Rannís

Σ! 3665

PETROSCOPE II

Ísland

Petromodel ehf.

Þorgeir S. Helgason









Þetta vefsvæði byggir á Eplica