Úthlutanir: maí 2019

Barnamsjodur-mynd

26.5.2019 : Barnamenningarsjóður Íslands - úthlutun 2019

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir hefur samþykkt tillögu stjórnar Barnamenningarsjóðs Íslands um styrkveitingar fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl sl. og bárust 108 umsóknir. Sótt var um ríflega fjórfalda þá upphæð sem til skipta var. Samþykkt var að veita 36 styrki að heildarupphæð 97,5 milljónir kr. Fimm manna valnefnd fjallaði um umsóknirnar. Tilkynnt var um úthlutun við athöfn í Alþingishúsinu á degi barnsins, sunnudaginn 26. maí.

Lesa meira

21.5.2019 : Nordplus úthlutun 2019

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni til verkefna sem hefjast á árinu 2019. Ákveðið var að styrkja 374 umsóknir fyrir 10.1 milljón evra. Alls bárust um 503 umsóknir og sótt var um 21.3 milljón evra sem er meira en tvöfalt það sem Nordplus hefur til úthlutunar.  

Lesa meira

14.5.2019 : Hljóðritasjóður - fyrri úthlutun 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um fyrri úthlutun úr sjóðnum 2019. Umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. 

Lesa meira

2.5.2019 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2019

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2019. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica