Hagnýting örtækni - norræn styrkur
Norræna nýsköpunarmiðstöðin (NICe) mun fjármagna verkefni innan örtækni fyrir um 10 milljónir norskra króna á árunum 2006 -2007.
Verkefnin skulu taka mið af hagnýtingu þeirrar þekkingar sem til er á sviði örtækni. Markmiðið er að auka samkeppnishæfni Norðurlandanna í þessum geira með því að leiða saman aðila í rannsóknum og iðnaði.
Að þessu sinni er lögð áhersla á efnis- og skynatækni (material & sensor technology) tengd lífsstíl, heilsu og öryggi. Frekar upplýsingar fást á heimasíðu NICe http://www.nordicinnovation.net/mint. Frestur til að skila inn hugmyndum er 31. janúar 2006.