Á döfinni
Fögnum Erasmus+ dögunum 13.-18. október með stæl!
Á Erasmus dögunum verður áætluninni fagnað og hundruð viðburða munu eiga sér stað í Evrópu. Þessir dagar eru frábært tækifæri til þess að skipuleggja og/eða taka þátt í fjölbreyttu kynningarstarfi, deila reynslu og læra meira um öll tækifærin í Erasmus+.
Landskrifstofa Erasmus+ hvetur öll sem eru þátttakendur í Erasmus+ að vera sérstaklega sýnileg þessa daga.
Hvernig getið þið tekið þátt? Hér eru nokkrar hugmyndir:
- Skrifið grein eða pistil um ykkar Erasmus+ reynslu
- Verið sýnileg á samfélagsmiðlum með myndefni og sögum með myllumerkinu #ErasmusDays
- Skipuleggið listsýningu, ljósmyndavegg eða kynningu
- Haldið Erasmus+ dag í skólanum þínum eða stofnun – við komum gjarnan og segjum frá áætluninni ef óskað er eftir
Við hvetjum ykkur til að skipuleggja haustið með Erasmus dagana í huga og treystum á að í sameiningu getum við gert Erasmus+ hátt undir höfði og sýnt hversu fjölbreytileg og áhrifamikil þátttaka í henni getur verið.
- Hérna er hægt að skrá viðburði.
- Nánar um ErasmusDays2025