Námskeið í gerð styrkumsókna fyrir rannsókna og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe og Evrópska rannsóknaráðið (ERC)

15.9.2025

Þann 28. 29. og 30. október nk. standa Rannís og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH) á Íslandi í samstarfi við Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi og Félag sérfræðinga í rannsóknaþjónustu (ICEARMA) fyrir námskeiði um hvernig á að undirbúa og skrifa umsókn í Horizon Europe og ERC.

Námskeiðið er ætlað umsækjendum, verkefnastjórum og/eða rannsóknastjórum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB og Evrópska rannsóknaráðið. Einnig þeim sem hafa aðkomu að undirbúningi Horizon Europe verkefna.

Leiðbeinandi: Jitka Eryilmazova, Ph.D.
Jitka er forstöðumaður Horizon Europe Pre-Awards Services hjá EFMC (European Fund Management Consulting) og býr yfir áralangri reynslu sem yfirmatsmaður Horizon umsókna. Jitka hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir nám og störf og á að baki meira en 18 ára reynslu úr atvinnulífinu sem og fræðasamfélaginu.
Jitka er með doktorsgráðu í byggingarlíffræði frá Birkbeck College, Háskólanum í London.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Tími: 28. 29. og 30. október, 10:00 – 17:00 alla dagana

Staður: Hannesarholt

Námskeiðið er tvískipt og miðast gjaldið eftir því. Í boði er annars vegar tveggja daga námskeið þar sem farið er almenn umsóknarskrif fyrir Horizon Europe umsóknir. Síðasti dagurinn er hins vegar tileinkaður þeim sem undirbúa umsóknir fyrir Evrópska rannsóknaráðið (ERC).
Það er velkomið að sitja allt námskeiðið og vera þrjá daga.

Námskeiðsgjald:

  • Almenn umsóknarskrif fyrir Horizon Europe, 28. og 29. okt. (2 dagar): 40.000 kr.
  • ERC umsóknarskrif, 30. okt. (1 dagur): 20.000 kr.
  • Allt námskeiðið. Almenn umsóknarskrif og ERC umsóknarskrif, 28. 29. og 30. okt. (3 dagar): 50.000 kr.

Innifalið: námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffiveitingar.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 45.

Félag sérfræðinga í rannsóknaþjónustu (ICEARMA) mun niðurgreiða námskeiðið fyrir félagsmenn um 10.000 kr.

Skráning









Þetta vefsvæði byggir á Eplica