1,3-Bisdiphenylene-2-phenylallyl- (BDPA) afleiddar tvístakeindir fyrir hreyfifræðilega skautun - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.8.2021

Mögnun á kjarnskautun (e. dynamic nuclear polarization, DNP) er mikilvæg aðferð til að auka styrkleika merkja í kjarnsegulgreiningu (e. nuclear magnetic resonance (NMR) spectroscopy) með því að flytja skautun óparaðra rafeinda yfir í þá kjarna sem mæla skal. Kolefnisstakeindir, til að mynda trítyl eða 1,3-bistvífenýlen-2-fenýlallýl (BDPA), eru slík skautunarefni sem lofa góðu í sterku segulsviði. 

Markmið verkefnis var að smíða BDPA stakeindir fyrir notkun í DNP-NMR tilraunir. Hins vegar, kom í ljós að BDPA virtust almennt vera óstöðugar, sem stangaðist á við útgefnar greinar frá öðrum rannsóknarhópum. Þess vegna voru áhrif ýmissa þátta á stöðugleika rannsakaðar. Þetta leiddi til hönnunar og smíði á nýjum flokki af BDPA stakeindum. Stakeindirnar innihalda fjóra alkýl/arýl ammóníum hópa og eru leysanlegar í vatnslausnum. Mikilvægara er að þær eru stöðugar. Einnig var sería af vatnsleysanlegum BDPA-nítroxíð tvístakeindum smíðuð sem ný skautunarefni fyrir DNP. Þessar tvístakeindir hafa mikinn möguleika sem skautunarefni til að rannsaka lífsameindir með DNP NMR litrófsspeglun í sterku segulsviði.

Auk kynningar á niðurstöðum þessa verkefnis á alþjóðlegum ráðstefnum leiddi það einnig til eftirfarandi greina og ritgerðar:

Greinar:

1. Mandal S, Sigurdsson ST, “On the Limited Stability of BDPA Radicals.” Chem. Eur. J., 26, 7486-7491 (2020).

2. Mandal S, Sigurdsson ST, “Water-soluble BDPA radicals with improved persistence.” Chem. Commun., 56, 13121-13124 (2020).

Ritgerð:

“BDPA radicals with improved persistence for dynamic nuclear polarization”, Sucharita Mandal, PhD thesis, University of Iceland (2020).

Heiti verkefnis: 1,3-Bisdiphenylene-2-phenylallyl- (BDPA) afleiddar tvístakeindir fyrir hreyfifræðilega skautun/1,3-Bisdiphenylene-2-phenylallyl- (BDPA) derived biradicals for dynamic nuclear polarization
Verkefnisstjóri: Sucharita Mandal, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Doktorsnemastyrkur
Styrktímabil: 2016-2019
Fjárhæð styrks: 17,609 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 163393

Þetta vefsvæði byggir á Eplica