Áhrif tungls og sjávarfalla á hrygningu þorsks - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

18.4.2016

Verkefnið er samstarfsverkefni MARICE og Lífeðlisfræðistofnunar við Háskóla Íslands, sem og Hafrannsóknastofnunarinnar. 

Rannsóknir hafa leitt í ljós að tungl og sjávarföll hafa áhrif á tímasetningu hrygningar þorsks. Þannig eru meiri líkur á að hrygning eigi sér stað á fullu og nýju tungli heldur en þess á milli. Þetta samband kom í ljós þegar gögn, fengin með gagnaskráningarmerkjum sem sett voru í hrygnandi þorsk, eru skoðuð yfir mörg ár. Sambandið á milli tungls og hrygningar var ekki eins greinilegt þegar reynt var að fylgjast með hrygningu á einu svæði yfir eina vertíð. Ástæðan fyrir því er talin vera sú að hver þorskur hrygndi yfir tiltölulega stutt tímabil og í Stöðvarfirði á því svæði sem skoðað var, voru fáir þorskar sem hrygndu stöðugt yfir heilan tunglmánuð. Vinnslu gagna er þó ekki að fullu lokið og eftir er að greina gögn af hrygnandi þorski í kvíum og þorski er gekk inn til hrygningar í Kollafirði vorið 2014.

Heiti verkefnis: Áhrif tungls og sjávarfalla á hrygningu þorsks
Verkefnisstjóri: Guðrún Marteinsdóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2015
Fjárhæð styrks: 19,996 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 12023202

Verkefnið er samstarfsverkefni MARICE og Lífeðlisfræðistofnunar við Háskóla Íslands, sem og Hafrannsóknastofnunarinnar. Tvær greinar hafa verið birtar í viðurkenndum ritrýndum vísindaritum og þrjár til viðbótar eru í undirbúningi.

Þetta verkefni er fyrsta sinnar gerðar. Tengsl hrygningar þorsks við tunglgöngur hafa ekki verið skoðaðar áður. Niðurstöðurnar eru merkilegar og búa yfir því vægi að geta haft áhrif á umgengni okkar við þessa auðlind. Þó er ljóst að fyrst þarf að klára að vinna úr öllum gögnum þannig að hægt sé að leggja fram niðurstöður sem byggja á líkanavinnu, hormónagreininum og greiningu á atferli; eins og safnað hefur verið í þessu verkefni. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu á árinu 2016 eða eigi síðar en vorið 2017.

A list of the projects output (reports, journal articles or manuscripts)

Peer Reviewed:

  1. Grabowski, T., B. J. McAdam, V. Thorsteinsson, and G. Marteinsdóttir. 2015. Evidence from data storage tags for the presence of lunar and semi-lunar behavioral cycles in spawning Atlantic cod. Environmental Biology of Fishes 98:1767-1776.
  2. Grabowski, T. B., V.Thorsteinsson, G. Marteinsdóttir. 2014. Spawning behavior in Atlantic cod: analysis by use of data storage tags. Mar Ecol Prog Ser Vol. 506: 279–290.

In process:

  1. Cameron, F. T. Grabowski, G. Marteinsdóttir, S. Sighvattsson. Hormonal and histological identification of spawning rhythms in Atlantic cod (Gadus morhua). MS in preparation.
  2. Cameron, F., K. Boswell, D. Wells, G. Marteinsdóttir, T. Grabowski. Cyclical reproductive behavior and spawning aggregation dynamics. MS in preparation
  3. Butler WE, Langbehn T, Guðmundsdóttir LÓ, Logemann K, Marteinsdóttir G. Specific gravity of gadoid eggs in Icelandic waters, and its implications for their vertical distribution. MS in preparation.
  4. Fraser Cameron, S. Árnason , B. McAdam , B. Gunnarsson , T. B. Grabowski , G. Marteinsdóttir . Cod Lunacy, Hormonal Identification of Spawning Rhythms in Atlantic Cod Gadus Morhua; at AFS annual meeting in Quebec Canada, 17-20 ágúst 2014
  5. Marteinsdóttir, G., Kai Logemann , Will Butler og Jónas P. Jónasson Vistfræðileg tengsl ferskvatnsrennslis til sjávar og hrygningar og klaks þorsk. Kynning á fundi Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar 2013
  6. Butler, W., L. Taylor, J. Sólmundsson and G. Marteinsdottir. Atlas of Icelandic cod spawning sites. ICES/O25
  7. Marteinsdóttir, G., T. Grabowski, Vilhjálmur Þorsteinsson, Bruce McAdams, Björn Gunnarsson og Jónas P. Jónasson. Innanfjarðarkrónika: Ástir og afkvæmi þorsks. Málþing Hafró, Norræna húsið 2012

Þetta vefsvæði byggir á Eplica