Hlutverk æðaþels í þroskun og krabbameinsframvindu brjóstkirtilsins - verkefni lokið

2.7.2018

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

Myndun greinóttrar formgerðar í brjóstkirtli er ferli sem stjórnað er að miklu leiti af nærumhverfi kirtilsins, þar með talið boðefnum sem seytt er frá bandvefsfrumum,  ónæmisfrumum og æðaþeli. Á meðan greinamyndun á sér stað undirgangast þekjuvefsfrumur umbreytingu þar sem viðloðun minnkar og hreyfanleiki eykst. Þetta ferli hefur verið nefnt bandvefsumbreyting (EMT). EMT er mikilvægt þroskunarferli í fósturþroska, en það virkjast einnig oft í krabbameinsframvindu í þeim frumum sem mynda meinvörp.  Í verkefninu höfum við fundið protein sem seytt er frá æðaþeli og sem tekur þátt í greinóttri  formgerð og EMT.  Einnig höfum skilgreint hlutverk nokkurra smásærra RNA sameinda í þessum ferlum. Afbrigðileg stjórnun á þessum sameindum getur stuðlað að ífarandi æxlisvexti og meinvarpamyndun. 

Heiti verkefnis: Hlutverk æðaþels í þroskun og krabbameinsframvindu brjóstkirtilsins/ The endothelial niche in breast morphogenesis and cancer
Verkefnisstjóri: Þórarinn Guðjónsson, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Öndvegisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 116,768 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  152144

Þetta vefsvæði byggir á Eplica