Harðgerð, sjálfvirk staðgengils-miðuð bestun örbylgjukerfa - verkefnislok

30.1.2014

Meginmarkmið þessa verkefnis var að þróa staðgengils-miðuð algrím og aðferðir til bestunar á örbylgjubúnaði og örbylgjukerfum, ásamt því að búa til aðferðarfræði til sköpunar á reiknilega hröðum og ábyggilegum einföldum líkönum til að nota með fyrrnefndum algrímum. Annað markmið er að koma í notkun hugbúnaði fyrir sjálfvirka bestun á örbylgjubúnaði sem má tengja við hönnunarhugbúnað á almennum markaði.

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Harðgerð, sjálfvirk staðgengils-miðuð bestun örbylgjukerfa / Robust Automated Surrogate-Based Optimization of Microwave and RF Structures and Devices
Verkefnisstjóri: Slawomir Koziel, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2011-2012
Fjárhæð styrks: 8,88 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110034

Algrímin sem verða þróuð í þessu verkefni byggja á hugmyndum um kortlagningu ástandsrúms með ítraðri uppfærslu og bestun grófra eðlisfræðilíkana sem virka sem staðgenglar hins raunverulega kerfis. Þetta er notað í stað beinnar hermunar á rafsegulfræðilegum kerfum sem krefst mikillar reiknigetu. Virkni algrímanna og hugbúnaðarins var sannreynd með því að leysa fjölda raunhæfra vandamála sem varða örbylgjubúnað og kerfi.

Niðurstaða verkefnisins er sú að rétt blanda af einföldum eðlisfræðilíkönum, leiðréttingum, og ítrunaalgrímum getur leitt til gríðarlegs lækkunar á reiknikostnaði hönnunar og bestunar á örbylgjubúnaði samanborði við hefðbundnar aðferðir sem leysa vandamálið beint með reiknifrekum líkönum. Þrátt fyrir mikla þörf, hafa ekki enn verið þróaðar harðgerðar og skilvirkar bestunaraðferðir sem hafa fallið í kramið hjá hönnuðum örbylgjubúnaðar. Því ættu afurðir þessa rannsóknarverkefnis að vera áhugaverðar fyrir verkfræðinga og hafa áhrif á rannsóknarsamfélagið og iðnaðinn. Þetta er hvort tveggja vegna þess að niðurstöðurnar munu skila framförum í rannsóknum á tölvustuddri hönnun örbylgjubúnaðar, og vegna þess að áhugi framleiðenda hönnunarhugbúnaðar hafa vaxandi áhuga á að bæta skilvirkum bestunaraðferðum inn í hugbúnað sinn.

Niðurstöðurnar ættu líka að gagnast á öðrum sviðum þar sem að hönnun byggir á reiknifrekum tölulegum líkönum, t.d. í burðarþolshönnun, flugvélaiðnaðinum og bílaiðnaði. Verkefnið skilaði 35 greinum í vísindarit (ISI-rit), 63 ráðstefnugreinum, sem og einni bók sem verður gefin út af bókaútgefandanum Springer árið 2014.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica