Söguleg hljóðkerfis- og beygingarfræði forníslenzku - verkefnislok

24.2.2014

Verkefnið felst í samningu ýtarlegrar handbókar um sögulega hljóðkerfis- og beygingarfræði forníslenzku. Í hljóðkerfishlutanum er gerð grein fyrir hljóðkerfi forníslenzku og þróun þess rakin frá frumnorrænu. Þá er fjallað um helztu hljóðbreytingar í íslenzku frá upphafi ritaldar fram til um 1300. Í beygingarfræðinni er farið yfir beygingu nafnorða, lýsingarorða, töluorða, fornafna og sagna og hún útskýrð sögulega. Einnig er fjallað um atviksorð og forsetningar.

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Söguleg hljóðkerfis- og beygingarfræði forníslenzku
Verkefnisstjóri: Jón Axel Harðarson
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2008-2011
Fjárhæð styrks: 6 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  080645

Ávinningur verkefnisins er margþættur. Ekkert sambærilegt verk hefur komið út, síðan forníslenzk og fornnorsk málfræði Adolfs Noreens birtist í fjórða og síðasta upplagi árið 1923. Þetta verk hefur lengi verið „biblía“ forníslenzkrar málfræði, en er nú orðið allúrelt, auk þess sem það er löngu uppseld. Um þessar mundir vantar því sárlega handbók um forníslenzka hljóðkerfis- og beygingarfræði sem bæði fræðimenn og háskólanemar hafa gagn af. Þá hefur vinnan við verkið verið bæði verkefnisstjóra og aðstoðarmönnum hans uppspretta alls kyns fræðilegra hugmynda sem nýtast þeim og öðrum í framtíðinni.

Þar sem verkið er hugsað sem handbók handa öllum þeim sem fást við íslenzk, norræn og germönsk söguleg málvísindi, hvar sem þeir eru staddir í veröldinni, þykir réttast að hún komi út á ensku. Verkefnisstjóri hefur nú þegar samið við hið virta vísindaforlag Brill í Hollandi um útgáfu verksins.

Í tengslum við verkefnið hefur verkefnisstjóri samið eftirtaldar greinar:

1. Vowel Lengthening before l + Consonant in Old Icelandic.

2. On Syllabification in Old Icelandic and Changes to It.

3. The Prehistory and Development of Verbs Such as slöngva and slengja, þröngva and þrengja in Icelandic.

4. The Germanic Theonym *Ingwaz and Related Forms: An Etymological Study.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica