Örvun fremstu varnarlínu gegn sýkingum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.4.2015

Ný frumulína hefur verið hönnuð fyrir auðvelda greiningu á tjáningu grunnvarnarþáttar náttúrulegs ónæmis sem er cathelicidin överudrepandi peptíðið LL-37. 

Heiti verkefnis: Örvun fremstu varnarlínu gegn sýkingum
Verkefnisstjóri: Guðmundur H. Guðmundsson, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2011-2013
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  110415

Ný frumulína hefur verið hönnuð fyrir auðvelda greiningu á tjáningu grunnvarnarþáttar náttúrulegs ónæmis sem er cathelicidin överudrepandi peptíðið LL-37. Eftir grunngreiningu á innlimun lúsiferasa tengdan við cathelicidin og athugun á tjáningu með áður skilgreindum efnum sem örva tjáningu var frumulínan notuð til að greina ný efni sem örva tjáningu á LL-37. Þá var frumulínan notuð í skimun á efnasöfnum og ný efni fundust sem eru í frekari greiningu (2015). Efni sem finnast á þennan hátt er hugsanlega hægt að þróa sem lyf gegn sýkingum eða til forvarna með því að efla tjáningu á varnarþáttum í þekjufrumum eða átfrumum. Þá gátum við líka sýnt í frumuræktunum að með örvun á náttúrulegu ónæmi má marktækt fækka Pseudomonas bakteríum í sýktum frumuræktunum. Áframhaldandi rannsóknum mun beint í áttina að skilningi á stjórnun náttúrulegs ónæmis og nýjum efnum í dýramódelum fyrir sýkingar. Mikilvægt er að finna nýjar leiðir gegn fúkkalyfjaónæmum stofnum og er þessi aðferð, það er örvun á náttúrulegu ónæmi sannarlega ein leið.

Greinar sem birtust tengt þessum rannsóknum sérstaklega voru:

1) Nylén F, Miraglia E, Cederlund A, Ottosson H, Strömberg R, Gudmundsson GH, Agerberth B. Boosting innate immunity: development and validation of a cell-based screening assay to identify LL-37 inducers. Innate Immun. 2014 May;20(4):364-76.

2) Cederlund A, Nylén F, Miraglia E, Bergman P, Gudmundsson GH, Agerberth B. Label-free quantitative mass spectrometry reveals novel pathways involved in LL-37 expression. J Innate Immun. 2014;6(3):365-76.

3) Kulkarni NN, Yi Z, Huehnken C, Agerberth B, Gudmundsson GH. Phenylbutyrate induces cathelicidin expression via the vitamin D receptor: Linkage to inflammatory and growth factor cytokines pathways. Mol Immunol. 2015 Feb;63(2):530-9

 










Þetta vefsvæði byggir á Eplica