Þingstaðir á Íslandi 850 til 1950 - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

27.3.2018

Árin 2014-2017 fór fram rannsókn á þingstöðum á Íslandi. Til þessa höfðu athuganir á þessu sviði takmarkast við þingstaði tiltekinna tímaskeiða, en að þessu sinni var áherslan lögð á staðsetningu og gerð þingstaða óháð tímabilum. 

Verkefnið var einkum fólgið í heimildarannsókn, vettvangsferðum og úrvinnslu heimilda og nýrra gagna. Ekki var unnt að staðsetja alla þingstaði sem nefndir eru í heimildum, auk þess sem vísað er til þinghalds, m.a. í örnefnum, á stöðum sem engar frekari upplýsingar er að hafa um. Hvað sem því líður þá mun ljóst vera að auk þinghalds sem fór fram á vorþingstöðum, þá voru hreppaþing haldin á völdum jörðum í flestum hreppum, á stöðum sem voru í hæfilegri fjarlægð frá bæ, eða um 100 m, og oft á eða við hóla. Síðar tekur við þinghald á stöðum þar sem reist voru e.k. hús og gerði. Loks eru þingfundirnir haldnir í þinghúsum, gjarnan á bæjarhlaði. 

English:

The aim of the project was to study the long-term development of the role of assemblies and meeting places in Icelandic society, from the settlement period until the present. A particular mphasis was put on locating the sites, and analyze their location and development through time. The location and nature of the district Spring Assemblies had been studied on a number of occasions, but the local community hreppur gathering sites were much less known. Fieldwork and documentary analysis has revealed that the earliest known hreppur assemblies were open-air gathering sites, most often close to natural hills, while in more recent times, assemblies took place inside a structure attached to an enclosure or a pen. These structures were then abandoned and replaced by assembly halls. 

Heiti verkefnis: Þingstaðir á Íslandi 850 til 1950 / Assemblies in Iceland 850-1950
Verkefnisstjóri: Orri Vésteinsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:   141309









Þetta vefsvæði byggir á Eplica