Þyngdarfræðilíkön fyrir sterkt víxlverkandi skammtakerfi – verkefnislok í Rannsóknasjóði

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

22.2.2017

Í verkefninu var fengist við rannsóknir í kennilegri eðlisfræði með áherslu á að kanna ýmsa eiginleika sterkt víxlverkandi skammtakerfa með aðferðum sem koma úr þyngdarfræði og strengjafræði.

Verkefnið var unnið á Raunvísindastofnun Háskólans og við Norrænu rannsóknastofnunina í kennilegri eðlisfræði (Nordita) í Stokkhólmi. Auk verkefnisstjóra störfuðu þrír nýdoktorar við verkefnið og var verkefnisstyrkurinn úr Rannsóknasjóði fyrst og fremst nýttur til að standa straum af launum þeirra. Fengist var við rannsóknir í kennilegri eðlisfræði með áherslu á að kanna ýmsa eiginleika sterkt víxlverkandi skammtakerfa með aðferðum sem koma úr þyngdarfræði og strengjafræði.

Heiti verkefnis: Þyngdarfræðilíkön fyrir sterkt víxlverkandi skammtakerfi
Heiti verkefnis á ensku: Holographic Models: Strongly Coupled Field Theories via Gravity
Verkefnisstjóri: Lárus Thorlacius, Raunvísindastofnun Háskólans
Styrktímabil 01.01.2013 – 31.12.2015
Fjárhæð styrks: 19,86 millj. kr.
Styrktegund: Verkefnisstyrkur
Tilvísunarnúmer Rannís: 130131-05

Þessar nýju aðferðir ganga út á að nýta svonefnda AdS/CFT samsvörun milli kvarðakenninga og þyngdarfræði til að framkvæma útreikninga fyrir ákveðin skammtasviðslíkön þar sem sterkar víxlverkanir eru fyrir hendi og hefðbundnar reikniaðferðir skammtasviðsfræðinnar duga skammt. Verkefnið innihélt einnig verkþátt sem sneri að skammtafræðilegri lýsingu svarthola og tímaþróun kerfa sem innihalda svarthol. Um er að ræða mjög virkt rannsóknasvið á alþjóðavettvangi og var verkefnið unnið í samstarfi við rannsóknahópa í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins birtust í níu greinum í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum ásamt einni grein í ritrýndu ráðstefnuriti. Meðlimir rannsóknahópsins héldu samtals 30 fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum og við erlendar vísindastofnanir á styrktímabilinu.

Greinar í ISI tímaritum: (birtar í opnum aðgangi)

1. Klaus Larjo, David Lowe og Lárus Thorlacius, “Black Holes Without Firewalls,” Physical Review D 87 (2013) 104018.

2. David Lowe og Lárus Thorlacius, “Pure States and Black Hole Complementarity,” Physical Review D 88 (2013) 044012.

3. Piermarco Fonda, Lasse Franti, Ville Keränen, Esko Keski-Vakkuri, Lárus Thorlacius og Erik Tonni, “Holographic thermalization with Lifshitz scaling and hyperscaling violation," Journal of High Energy Physics 1408 (2014) 051.

4. David A. Lowe og Lárus Thorlacius, “Black Hole Complementarity: The Inside View," Physics Letters B 737 (2014) 320.

5. Alexander Balatsky, Sven Bjarke Gudnason, Yaron Kedem, Alexander Krikun, Lárus Thorlacius og Konstantin Zarembo, “Classical and Quantum Temperature Fluctuations via Holography," Journal of High Energy Physics 1501 (2015) 011.

6. Valentina Giangreco M. Puletti, Sean Nowling, Lárus Thorlacius og Tobias Zingg, “Magnetic Oscillations in a Holographic Liquid,” Physical Review D 91 (2015) 086008.

7. David A. Lowe og Lárus Thorlacius, “Quantum Information Erasure Inside Black Holes," Journal of High Energy Physics 1512 (2015) 096.

8. Razieh Pourhasan, “Non-Equilibrium Steady State in the Hydro Regime,” Journal of High Energy Physics 1602 (2016) 005. Holographic Models: Strongly Coupled Field Theories via Gravity Lárus Thorlacius

9. Timo Alho, “Coordinate Free Integrals in Geometric Calculus,” Adv. Appl. Clifford Algebras 1 (2016), http://dx.doi.org/10.1007/s00006-016-0655-0.

Bókarkafli í ritrýndu ráðstefnuriti:

10. Ville Keränen og Lárus Thorlacius “Holographic Models with Anisotropic Scaling,” birtist í “On Recent Developments in Theoretical and Experimental General Relativity, Astro-physics, and Relativistic Field Theories – Proceedings of the 13th Marcel Grossman Meeting on General Relativity, Stockholm University, Stockholm, Sweden, July 1-7, 2012,” R.T. Jantzen og fl. ritstj.., World Scientific (2015).
DOI: http://dx.doi.org/10.1142/9789814623995_0046









Þetta vefsvæði byggir á Eplica