Netöryggisstyrkur Eyvarar NCC-IS
Hvert er markmiðið?
Markmið styrksins er að efla netöryggi og varnir, og stuðla þannig að öryggi gagnvart netárásum.
Hvað er styrkt?
Styrkhæfir verkþættir þurfa að falla undir eftirfarandi flokka sem tengjast netöryggi:
- Efling netöryggismenningar og vitundar.
- Hagnýt menntun, rannsóknir og þróun.
- Örugg stafræn þjónusta og nýsköpun.
- Öflug löggæsla, netvarnir og þjóðaröryggi.
- Skilvirk viðbrögð við atvikum.
- Sterkir innviðir, tækni og lagaumgjörð.
Hverjir geta sótt um?
Lítil og meðalstór fyrirtæki, SMEs, og opinberar stofnanir í sama stærðarflokki, samkvæmt skilgreiningu ESB:
-
Meðalstór fyrirtæki: Færri en 250 starfsmenn og velta undir 50 miljón evra eða efnahagsreikningur undir 43 miljón evra.
-
Lítil fyrirtæki: Færri en 50 starfsmenn og velta eða efnahagsreikningur undir 10 miljónum evra.
-
Örfyrirtæki: Færri en 10 starfsmenn og velta eða efnahagsreikningur undir 2 milljónum evra.
Hámarksstyrkur
Styrkur getur numið allt að 9 milljónum króna samanlagt á 10 mánuðum.
Mótframlag
Að lágmarki 20% af heildarkostnaði við verkefnið.
Hámarkslengd verkefnis
Hámarkslengd verkefnis er 10 mánuðir.
Minniháttar aðstoð (De minimis)
Þessi styrkjaflokkur fellur undir reglur um minniháttar aðstoð. Nánari upplýsingar um minniháttar aðstoð má sjá í reglum Tækniþróunarsjóðs Rannís
Skilyrði úthlutunar:
Til þess að umsókn teljist styrkhæf verður tengsl verkefnis við markmið Netöryggisstyrksins að vera augljós. Verkefnið þarf að vera vel skilgreint og tímaáætlun ljós.
Hlutverk Rannís:
Rannís hefur umsjón með styrknum í samvinnu við Eyvör NCC-IS og sér um yfirferð og mat umsókna.
Sótt er um í rafrænu umsóknakerfi Rannís - Mínar síður