Rannsóknasjóður: september 2018

27.9.2018 : Skautunargreining með fylki örloftneta - verkefni lokið

Í verkefninu um skautunargreiningu með fylki örloftneta, sem unnið var í samstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Harvard-háskóla, hefur ný gerð skautunarmæla verið þróuð. Virkni þeirra byggir á samspili rafsegulbylgju við nær tvívítt lag af örloftnetum.

Lesa meira

26.9.2018 : Stöðugar stakeindir fyrir lífeðlisfræðilegar rannsóknir - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að smíða og beita stöðugum stakeindum (spunamerkjum) við lífeðlisfræðilegar mælingar með NMR og EPR. Nýjar og betri aðferðir voru þróaðar til að festa slík spunamerki á ákveðna staði í RNA, bæði með og án samgildra tengja.  Lesa meira

25.9.2018 : Hegðan vegbygginga með sveigjanlegu slitlagi - Hönnun og niðurbrot - verkefni lokið

Ný aflfræðileg hönnunaraðferð fyrir vegbyggingar hefur verið þróuð. Byggir hún á aflfræðilegri greiningu til þess að segja fyrir um hrörnun vega og gatna.

Lesa meira

20.9.2018 : SNPfish: SNP development for commercially important fish species - verkefni lokið

Here we have developed new SNP genetic markers and used previously published SNP markers to create SNP genetic markers set for both Mackerel and Herring for assessing genetic population structure in these species, which is currently unknown in the North Atlantic.

Lesa meira
141261

10.9.2018 : Vöktun virkra jarðskjálftasprungna og kortlagning jarðskjálftaáhættu í þéttbýli - verkefni lokið

Verkefnið hefur aukið til muna skilning okkar á eðli íslenskra jarðskjálftahreyfinga, sérstaklega þeim í nærsviði stórra jarðskjálftasprungna, og breytileika þeirra. Þannig hefur verið lagður grundvöllur að endurmati á jarðskjálftahættu á Íslandi sem er undirstaða jarðskjálftahönnunar mannvirkja.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica