Áhættu- og verndandi þættir fyrir þunglyndi og kvíða: lífsálfélagsleg nálgun - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess tíma sem varið er á samfélagsmiðlum og vanlíðanar, til dæmis kvíða og þunglyndis. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um hvernig þessum tengslum sé háttað; hvort tími óháður eðli notkunar sé aðaláhrifaþáttur eða hvort að hægt sé að greina tíma á samfélagsmiðlum betur eftir eðli notkunar. Verulega skortir langtíma rannsóknir á sviðinu og að sama skapi rannsóknir á því hvort þessi tengsl séu svipuð meðal stúlkna og drengja.
Tilgangur þessa verkefnis var að koma til móts við þennan skort á þekkingu, með því að greina nánar en fram til þessa hefur verið gert, tengsl notkunar samfélagsmiðla og einkenna vanlíðanar á meðal ungmenna yfir þriggja ára tímabil. Auk þess að skoða tengsl mismunandi notkunar á samfélagsmiðlum við andlega vanlíðan. Sértæk markmið rannsóknarinnar voru að: 1) Skoða breytingar á einkennum kvíða og þunglyndis á meðal unglingsstúlkna og unglingsdrengja á Íslandi milli áranna 2006 og 2016; 2) skoða langtímatengsl á milli tíma sem unglingar verja á samfélagsmiðlum og einkenna kvíða og þunglyndis; og 3) skoða virka og óvirka notkun samfélagsmiðla og hvort og hvernig ólík notkun samfélagsmiðla tengist einkennum kvíða og þunglyndis. Notast var við þversniðsgögn úr Ungt Fólk rannsóknum Rannsókna & greiningar á meðal þátttakenda í áttunda, níunda og tíunda bekk grunnskóla á Íslandi. Auk þess voru notuð langtímagögn úr LIFECOURSE rannsókninni sem nær til ungmenna sem fæddust á Íslandi árið 2004. Við greiningu á gögnunum var notast við dreifigreiningu, línulega aðhvarfsgreiningu, tvíkosta aðhvarfsgreiningu og blandað líkanasnið. Niðurstöður leiddu í ljós að á tíu ára tímabili jókst hlutfall stúlkna og drengja sem greindi frá miklum einkennum kvíða og þunglyndis. Á sama tíma greindist meðaltalshækkun í einkennum kvíða og þunglyndis einungis hjá stúlkum en meðaltalslækkun var í einkennum kvíða meðal drengja. Rannsóknin leiddi í ljós marktæka samvirkni á milli tíma mælt í árum og tíma varið á samfélagsmiðlum fyrir einkenni þunglyndis og líkamlegra einkenna kvíða. Auk þess var sambandið á milli vanlíðanar og tíma varið á samfélagsmiðlum marktækt sterkara fyrir stúlkur en drengi. Óvirk notkun samfélagsmiðla svo sem að skoða síður annarra tengdist meiri einkennum vanlíðanar og virk notkun samfélagsmiðla tengdist minni einkennum. Eftir að tillit hafði verið tekið til áhættu- og verndandi þátta, líkt og sjálfsálits, líkamsímyndar, stuðnings vina og félagslegs samanburðar við greiningarnar kom í ljós að aðeins óvirk notkun samfélagsmiðla tengdist vanlíðan. Þá leiddu niðurstöður í ljós að tengsl þess tíma sem varið var á samfélagsmiðlum tengist vanlíðan stúlkna sterkar en drengja. Á heildina litið leiða niðurstöður rannsóknarinnar í ljós aukningu á einkennum vanlíðanar hjá unglingum og notkun samfélagsmiðla er tengd þessum einkennum, hvort sem greind eru þversniðsgögn eða langtímagögn. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að skoða ólíka samfélagsmiðla í stað þess að einblína á magn þess tíma sem varið er á samfélagsmiðlum. Þá leiðir rannsóknin í ljós mikilvægi þess að greina niðurstöðurnar eftir kynjum. Samfélagsmiðlar eru komnir til að vera. Aukinn skilningur á því hvernig notkun þeirra tengist líðan ungmenna er lykilatriði, svo unnt sé að draga úr áhættu á vanlíðan tengdri notkun þeirra og grunnur þess að hægt sé að stuðla að forvörnum byggðum á traustum rannsóknum.
English:
Many studies have found a relationship between social media use and symptoms of emotional distress, such as depression and anxiety. However, the existing research lacks longitudinal analyses, a thorough understanding of the possible mechanisms involved in this relationship, and if they appear to be similar for girls and boys. This project extends previous research by examining longitudinally the association between social media use and symptoms of emotional distress among a cohort of adolescents, as well as the possible mechanisms involved. The specific aims of the project were to 1) examine changes in symptoms of anxiety and depressed mood among male and female adolescents in Iceland from 2006 to 2016; 2) examine longitudinally the association between time spent on social media and symptoms of anxiety and depressed mood; 3) examine active and passive social media use and how different types of social media use relate to symptoms of anxiety and depressed mood. Cross-sectional data among participants in the eighth to tenth grade from compulsory schools in Iceland and longitudinal data from a cohort of adolescents born in 2004 were used in the analyses. Overall the findings suggested that symptoms of anxiety and depressed mood have increased for adolescents. Results also reveal that there is a longitudinal relationship between time spent on social media and symptoms of depressed mood and physical symptoms of anxiety, and that above time spent on social media, different types of social media use are differently related to symptoms of anxiety and depressed mood. All of these findings point to the fact that these relationships are either stronger for girls compared to boys, or only exist for girls. It is important to further examine the different types of social media use instead of focusing on time spent on social media alone, as well as taking individual factors and gender into account. A deeper understanding of the possible risks and benefits involved in social media is needed to guide preventive efforts and foster healthy use of social media.
Published project outputs.
1. A compilation PhD thesis based on the following three published manuscripts:
· Thorisdottir, I. E., Asgeirsdottir, B. B., Sigurvinsdottir, R., Allegrante, J. P. Sigfusdottir, I. D. (2017). The increase in symptoms of anxiety and depressed mood among Icelandic adolescents: time trend between 2006 and 2016. European Journal of Public Health, 27(5), 856-861. DOI: 10.1093/eurpub/ckx111
· Thorisdottir, I.E., Sigurvinsdottir, R., Kristjansson, A.L., Allegrante, J.P., Lilly, C.L., Sigfusdottir, I.D. (2019). Longitudinal association between social media use and psychological well-being among adolescents. Preventive medicine, 141. DOI: 10.1016/j.ypmed.2020.106270
· Thorisdottir, I. E., Sigurvinsdottir, R., Asgeirsdottir, B. B., Allegrante, J. P. Sigfusdottir, I. D. (2019). Active and Passive Social Media Use and Symptoms of Anxiety and Depressed Mood Among Icelandic Adolescents. Cyberpsychology, Behavior and Social Networking, 22(8), 535-542. DOI:10.1089/cyber.2019.0079
Lectures at international and domestic conferences:
1. Les addiccions tecnològiques, una problemàtica creixent entre adolescents / Technological addictions, a growing problem among adolescents (PANEL DISCUSSION). 6th Smart forum, Tarragona Smart Mediterranean city, April 18th 2018.
2. Ungt Fólk: Heilsa, líðan, lífstíll. Fræðadagar heilsugæslunnar [event organized by the primary health care clinic in Iceland], November 2nd 2018.
3. Þarf læk til að líða vel. Fíkn eða frelsi [open seminar at Reykjavik University], January 21st 2018.
4. Kvíði, svefn og samfélagsmiðlar. Læknadagar 2018 [The annual medical conference in Iceland], January 19th 2018.
5. Andleg heilsa ungs fólks, svefn og samfélagsmiðlar. Akranes community [open lecture organized by the municipality for parents and those that work with children], November 13th 2017.
6. Mental Health Among Icelandic adolescents: Time trends from 2006 to 2016. 12th Nordic Public Health Conference, Aalborg, Denmark, August 23rd 2017.
7. Z-kynslóðin. An open event at Hilton Reykjavik Nordica for those interested in working with young people, August 9th 2017.
8. Staðreyndir í stuttu máli at Reykjavik University [lecture for specialists, policy makers, field workers, prevention workers and politicians interested in youth], October 11th 2016.
9. Foreldradagur Heimili og skóla, [event for parents and people that work with youth], October 10th 2016.
Heiti verkefnis:
Áhættu- og verndandi þættir fyrir þunglyndi og kvíða: lífsálfélagsleg nálgun / Risk
and protective factors for adolescent depressed mood and anxiety: A
biopsychosocial approach
Verkefnisstjóri: Ingibjörg
Eva Þórisdóttir, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Doktorsnemastyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 14,695
millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 174030