Áhrif sviperfðabreytinga í brjósta og eggjastokkakrabbameinum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

8.10.2020

Í þessu verkefni var leitast við að rannsaka áhrif sviperfðabreytinga á stýrilsvæðum gena í brjósta- og eggjastokkakrabbameinum. Áhersla var lögð á gen sem hafa hlutverki að gegna í DNA viðgerðarferlum, en gallar í slíkum ferlum eru þekktir áhrifavaldar í krabbameinum. 

Í krabbameinum eiga sér stað umfangsmiklar breytingar í sviperfðum (epigenetics). Afleiðingar þessara breytinga eru ennþá nokkuð óljósar, en vitað er að tjáning verður fyrir áhrifum þegar sviperfðabreytingar koma fyrir á stýrilsvæðum gena. Í þessu verkefni var leitast við að rannsaka áhrif sviperfðabreytinga á stýrilsvæðum gena í brjósta- og eggjastokkakrabbameinum. Áhersla var lögð á gen sem hafa hlutverki að gegna í DNA viðgerðarferlum, en gallar í slíkum ferlum eru þekktir áhrifavaldar í krabbameinum. Hér fundust 13 viðgerðargen sem mögulega undirgangast óvirkjun með sviperfðabreytingum á stýrilsvæði, þ.á.m. áður þekkt óvirkjun á BRCA1 og RAD51C genum. Sviperfðabreytingum á ALKBH3 viðgerðargeni hafði ekki verið lýst áður, en óvirkjun á þessu geni kemur fyrir í brjóstakrabbameinum og tengist slæmum horfum sjúklinga. Þrátt fyrir að BRCA1 sviperfðaóvirkjun hafi verið þekkt áður, þá var ekki ljóst hvort þessi atburður hefði nokkuð klínískt vægi. Óvirkjun á BRCA1 með sviperfðabreytingum kemur fyrir í u.þ.b. 3% af stökum brjóstakrabbameinum þ.e. þeim sem ekki tengjast kímlínustökkbreytingum í BRCA1- eða BRCA2 genum. Þetta er stærsti hópur brjóstakrabbameina sem rannsakaður hefur verið hingað til, þ.e. 1031 brjóstakrabbamein. Niðurstöður sýndu að BRCA1 sviperðaóvirkjun hefur sterkt forspárgildi fyrir lyfjameðferð, þ.e. skýr ávinningur er af því að meðhöndla sjúklinga sem hafa slíka óvirkjun með lyfjameðferð óháð stærð æxlis og hvort það hafi dreift sér til nærliggjandi eitla.

Fimm rannsóknargreinar tengjast niðurstöðum þessa verkefnis.

A list of the projects outputs:

Five research articles are connected to results derived from this project.

Master degree (Borgþór Pétursson; “The Effects of Epigenetics on Drug Sensitivity in Breast and Ovarian Cancers”) finished October 2016.

Master degree (Jasper van der Horst; “Epigenetic modifications of DNA repair genes in breast cancer”), started under my supervision during study period, but finished December 2018 under supervisor Stefán Þórarinn Sigurðsson.

Doctoral degree (Elísabet Frick), started under my supervision during study period, but will finish her studies under supervisor Stefán Þórarinn Sigurðsson.

Data derived from this project will be used in future studies, including RAD51C promoter methylation and other DNA repair genes as well as data on subtype-specific markers and expression of the p53 gene involved in DNA repair response as analysed on a large number of tumours profiled by TMAs.

Heiti verkefnis: Áhrif sviperfðabreytinga í brjósta og eggjastokkakrabbameinum/ The impact of epigenetic changes in breast and ovarian cancers
Verkefnisstjóri: Ólafur Andri Stefánsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur

Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 141493  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica