Hlutverk miR-190b í brjóstakrabbameini - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.8.2021

Markmið okkar voru að rannsaka nýmyndun, starfsemi og líffræðileg áhrif sem koma fram af völdum miR-190b í brjóstakrabbameinum. 

         Brjóstakrabbamein er flókinn og misleitur sjúkdómur sem kallar á einstaklingsmiðuð meðferðarúrræði. MicroRNA (miRNA) eru hópur smárra RNA sameinda sem ekki mynda prótein og gegna hlutverki í genabælingu. MiRNA eru mikilvægt viðfangsefni innan krabbameinsrannsókna þar sem að þær geta bælt mörg gen, þ.á.m. æxlis- og æxlibæligen. Fyrri rannsóknir okkar sýna að miR-190b, í ER+ brjóstakrabbameinum, hefur tapað metýlerun á stýrilsvæði sem veldur yfirtjáningu á miR-190b. Við höfum einnig sýnt að miR-190b hefur klínískt gildi þar sem brjóstakrabbameinsháð lifun er breytileg eftir metýlunarástandi og undirhópi brjóstakrabbameins sjúklinga.

Verkefnið er enn í vinnslu og mun auka skilning okkar á ER+ brjóstakrabbameinum, hvernig miR-190b hefur áhrif á þessi mein og hvort það geti nýst sem merkisameind eða meðferðarþáttur.

English:

Breast cancer is a complex and heterogeneous disease which calls for personalized treatment options. MicroRNAs (miRNA) are small non-coding RNA molecules whose role lies in post-transcriptional gene silencing. MiRNAs are a relevant cancer research topic as they can influence multiple genes, including those which are oncogenic and tumor suppressive. We have previously shown that miR-190b is hypo-methylated at its promoter leading to overexpression in ER+ breast cancers. We also showed that miR-190b is clinically relevant as breast cancer specific survival varies in cancer patients depending on miR-190b methylation status and subtype. The aims of the proposal were to research the regulation and functional role of miR-190b in breast cancer and to, furthermore, research the diverted gene expression caused by miR-190b regulation and its biological impact. The project is still ongoing and will continue to increase our understanding of ER+ breast cancers in general, and specifically how miR-190b affects them and whether it is beneficial as a biomarker or treatment target.

Heiti verkefnis: Hlutverk miR-190b í brjóstakrabbameini/ The role of miR-190b in breast cancer
Verkefnisstjóri: Elísabet Alexandra Frick, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Doktorsnemastyrkur
Styrktímabil: 2018-2019
Fjárhæð styrks: 13,14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 184969

Þetta vefsvæði byggir á Eplica