Kóbalt stýrð virkjun á koldíoxíði - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.10.2018

Kóbalt efnasambönd voru rannsökuð sem möguleg leið til að virkja koldíoxíð. Aðferðin byggir á hvatavirkni kóbalts í þeim tilgangi að mynda fjölliður sem eru nýttar í læknavísindum úr gróðurhúsalofttegund. 

Verkefnið fól í sér grunnrannsóknir til að ákvarða möguleg efnasambönd til verksins og velja vænleg efnasambönd til frekari rannsókna. DFT reikningar voru nýttir í forrannsóknum til að meta líkurnar á jákvæðum niðurstöðum. Efnin voru smíðuð og efnaeiginleikar og rafefnafræði þeirra rannsökuð. Nokkrir framhaldsnemar tóku þátt í verkefninu; einn lauk MS gráðu og einn doktorsnemi mun útskrifast. Verkefnið tók þátt í COST verkefni CM1205 sem var fyrir virkjun lítilla sameinda með málmkomplexum. COST verkefnið leiddi til samstarfsverkefna og tækifæra fyrir nemendur til að kynnast framhaldsnemum á sama sviði í Evrópu. Fjórar vísindagreinar eru í vinnslu.

English:

An approach to activate CO2 was introduced using biomimetic cobalt complexes that would act as catalysts to form biodegradable polymers for medical applications. The project described the initial approach and variables to be tested en route to select a feasible system to move forward with further studies. DFT calculations obtained for preliminary studies to probe likelyhood of the proposed catalyst to succeed yielded favorable outcome. The potential candidates were synthesized and their physical and electrochemical properties examined. The project supported training of several graduate students, one completed MS thesis, and led to many international collaborations and presentations as well as preparation of three articles that will be published in parallel with graduation of a PhD student.

Heiti verkefnis: Kóbalt stýrð virkjun á koldíoxíði / Cobalt Mediated Activation of Carbon Dioxide
Verkefnisstjóri: Sigríður Guðrún Jónasdóttir Suman, Raunvísindastofnun 
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 29,991 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152323  









Þetta vefsvæði byggir á Eplica