Reiknirit fyrir þráðlaus net - verkefnislok í Rannsóknasjóði

6.5.2013

Rannsóknaverkefninu "Reiknirit fyrir þráðlaus net", sem styrkt var af Rannsóknasjóði árin 2009-2011, er nýlega lokið. Í því var beitt tölvunarfræðilegum aðferðum við nokkrar grundvallarspurningar um skilvirkni þráðlausra samskiptaneta. Niðurstöður hafa verið birtar á mörgum af virtustu ráðstefnum á tengdum sviðum. Þetta hefur leitt m.a. til þess að stofnuð hefur verið sérstök ráðstefna til að leggja frekari stund á þennan snertiflöt tölvunarfræði og samskiptaverkfræði.
small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Reiknirit fyrir þráðlaus net
Verkefnisstjóri: Magnús Már Halldórsson, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 17,365 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 090032

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica