Huglægir eiginleikar - verkefnislok

17.3.2014

Nýdoktoraverkefnið Huglægir eiginleikar, sem styrkt var af Rannsóknasjóði, er lokið. Styrktímabilið var frá 1. júlí 2009 til 30. júní 2012 og verkefnisstjóri var Eyja Margrét Brynjarsdóttir. Rannsóknin var á sviði heimspeki, nánar tiltekið frumspeki og hugspeki, og var helsta markmið þess að varpa ljósi á þá eiginleika sem kallaðir hafa verið huglægir, það er eiginleika sem hlutir hafa í krafti hugmynda okkar um þá.

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Huglægir eiginleikar
Verkefnisstjóri:  Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Háskóla Íslands 
Tegund styrks: Rannsóknastöðustyrkur
Styrkár: 2009-2012
Styrkfjárhæð: 13,459 millj. kr. alls

Samkvæmt helstu niðurstöðum koma huglægir eiginleikar við sögu víða á hinum ýmsu sviðum sem varða bæði grundvallarformgerð veruleikans og skynjun okkar á honum. Ekki síst er þó þörf á að vinna meira úr hlutverki huglægra eiginleika þegar mannlegt samfélag er til rannsóknar og að skoða þá félagsleg fyrirbæri með tilliti til þess að hvaða leyti þau geti talist huglæg annars vegar og hlutlæg hins vegar. Meðal afurða verkefnisins eru allnokkrar fræðigreinar sem birst hafa ýmist innanlands eða erlendis og fleiri sem enn bíða birtingar, auk fyrirlestra á ráðstefnum á erlendri grund.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica