Reiknisetur fyrir hönnun efna og íhluta

Verkefni lokið - fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.9.2014

Tölvureikningar sem byggjast á grundvallarlögmálum eðlis- og efnafræði er hægt að nota til að skilja betur og jafnvel spá fyrir um eiginleika út frá atóm- og rafeindabyggingu efnanna.

Tölvureikningar sem byggjast á grundvallarlögmálum eðlis- og efnafræði er hægt að nota til að skilja betur og jafnvel spá fyrir um eiginleika út frá atóm- og rafeindabyggingu efnanna.

Heiti verkefnis: Reiknisetur fyrir hönnun efna og íhluta
Verkefnisstjóri: Hannes Jónsson (Háskóli Íslands)
Meðumsækjendur: Viðar Guðmundsson (Háskóli Íslands), Andrei Manolescu (Háskóli í Reykjavík) og Sigurður I. Erlingsson (Háskóli í Reykjavík)
Tegund styrks: Öndvegisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 73,975 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 090025
 

Einnig er hægt að spá fyrir um eiginleika nýstárlegra kerfa sem hægt er að hanna og búa til með nanótækni. Í þessu verkefni var slík aðferðafræði þróuð frekar og notuð í rannsóknum á efnum og kerfum sem tengjast myndun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa, nýrri tölvutækni og háþéttni upplýsingageymslu. Stofnað var ‘Reiknisetur í Raunvísindum' (sjá http://rir.is) sem miðstöð fyrir þessar rannsóknir í rannsóknahópum umsækjenda sem og annarra sem síðar tengdust setrinu. Þjálfun ungra vísindamanna til að nota öflugar tölvur var ein lykilstarfsemi setursins. Níu doktorsnemar, fjórir meistaranemar og fimm nýdoktorar unnu að þessum rannsóknum og byggðu sínar ritgerðir á niðurstöðum sem komu úr þessu rannsóknaverkefni. Alls hafa verið birtar 35 greinar í virtum, alþjóðlegum vísindaritum um þessar rannsóknir. Hægt er að nálgast greinarnar á vefnum á slóðinni https://notendur.hi.is//~hj/publications.html  og/eða í arXiv gagnagrunninum. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica