Stjórnun á virkni umritunarþáttarins MITF í litfrumum og sortuæxlum

Verkefnislok - fréttatilkynning verkefnisstjóra

27.11.2014

Verkefninu “Stjórnun á virkni umritunarþáttarins MITF í litfrumum og sortuæxlum” sem styrkt var af Rannsóknasjóði er nú lokið. Í verkefni þessu hefur tekist að sýna tvennt nýtt varðandi starfsemi stjórnpróteinsins MITF í sortuæxlum. 

Heiti verkefnis: Stjórnun á virkni umritunarþáttarins MITF í litfrumum og sortuæxlum
Verkefnisstjóri:  Eiríkur Steingrímsson, HÍ
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2011-2013
Styrkfjárhæð: 20,3 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110423

Í fyrsta lagi hefur verkefnið sýnt að margar boðleiðir senda skilaboð til MITF próteinsins. Áhugaverðustu skilaboðin eru þau sem stökkbreytta KIT-D816V-próteinið sendir til MITF en þau boð valda fosfórun á þremur týrósín amínósýrum og halda próteininu í umfrymi í próteinflóka með KIT-og SRC -próteinunum. Þetta hefur áhrif á hvaða gen eru virkjuð og gæti skýrt áhrif C816V-stökkbreytingarinnar í sortuæxlum og mastocytomaæxlum. Í örðu lagi hefur verkefnið sýnt að MITF-próteinið tekur breytingum þar sem acetýl-hóp er bætt á tilteknar lýsin amínósýrur. Þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er að umritunarþáttur tekur breytingum sem þessum. Enn áhugaverðara er að þessi breyting hefur mikil áhrif á það hvaða genum MITF stjórnar. Hér er því komin ný leið til að hafa áhrif á virkni stjórnpróteina í frumum.

 

Nokkrar vísindagreinar hafa þegar birst úr verkefninu en auk þess eru nokkrar í vinnslu, þar af tvær mikilvægar vísindagreinar sem kynntar verða með sérstökum fréttatilkynningum.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica