Áhrif efnahagshrunsins á heilsufar Íslendinga - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.1.2015

Rannsóknarverkefnið er þverfræðilegt og var unnið í samstarfi við leiðandi innlenda og erlenda vísindamenn. Markmiðið var að rannsaka möguleg heilsufarsáhrif eftir efnahagsþrengingar, sérstaklega með tilliti til þátta sem miðlað gætu slíkum áhrifum. 

Heiti verkefnis: Áhrif efnahagshrunsins á heilsufar Íslendinga
Verkefnisstjóri: Arna Hauksdóttir, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Rannsóknarstöðustyrkur
Styrkár: 2011-2013
Fjárhæð styrks: 19,67 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110452

Efnahagshrunið á Íslandi í október 2008 var um margt einstakt í umfangi og hraða. Auk þess að hafa miklar afleiðingar á efnahag þjóðarbúsins, kom það stórum hluta þjóðarinnar að óvörum með tilheyrandi fjárhagserfiðleikum og óvissu. Þessir þættir, ásamt því að á Íslandi eru einstakir möguleikar til að fylgja eftir heilsu einstaklinga, fólu því í sér tækifæri til þess að skapa miklvæga þekkingu á alþjóðavísu, með það að markmiði að rannsaka heilsufar eftir efnahagsþrengingar.  

Rannsóknarverkefnið er þverfræðilegt og var unnið í samstarfi við leiðandi innlenda og erlenda vísindamenn. Markmiðið var að rannsaka möguleg heilsufarsáhrif eftir efnahagsþrengingar, sérstaklega með tilliti til þátta sem miðlað gætu slíkum áhrifum. Notast var við heilbrigðisgagnagrunna og við framsýna ferilrannsókn sem framkvæmd var á vegum Embættis landlæknis (fyrrum Lýðheilsustöð) árin 2007 og 2009. Í síðarnefndu gögnunum var markmiðið að fylgja eftir heilsu einstaklinga, hvað varðar upplifða líkamlega og andlega heilsu, ásamt heilsutengdri hegðun. Sérstök áhersla var lögð á að skilja möguleg áhrif út frá viðkæmum hópum, t.d. þeirra sem höfðu orðið fyrir aukningu skulda, fjármagnsmissi eða atvinnuleysi.

Niðurstöður sýndu aukningu í andlegri vanlíðan (streitu og þunglyndi), sérstaklega meðal kvenna. Að auki kom í ljós að félagslegur stuðningur jókst á heildina litið á tímabilinu, og breytingar á honum tengdust streitu og þunglyndi. Reykingar minnkuðu á tímabilinu, og einnig eftirsjá eftir áfengisneyslu, þó aðeins meðal karla. Einnig kom í ljós að streita og andleg líðan voru áhrifaþættir fyrir þau sambönd. Rannsóknir á sjálfsskaða og sjálfsvígum eru í vinnslu og er ætlunin að birta niðurstöður árið 2015.

Á heildina litið má segja að niðurstöður bendi til þess að konur voru í frekari áhættu fyrir neikvæðum afleiðingaum á heilsu á tímabilinu, sem er ólíkt fyrri rannsóknum. Frekari rannsóknir ættu því að beinast að því að skýra út þennan mun og hverjir gætu verið sérstakir áhættuþættir fyrir konur á slíkum álagstímabilum.

Útgáfa frá verkefninu

·         Strand M, Hauksdóttir A. [Economic cycles and public health: The aftermath of the Iceland banking crisis]. Lakartidningen. 2014;111:544-6. (Swedish)

·         Hauksdóttir A, McClure C, Jonsson SH, Olafsson O, Valdimarsdóttir UA. Increased Stress Among Women Following an Economic Collapse--A Prospective Cohort Study. Am J Epidemiol. 2013 177:979-88.

·         McClure CB, Valdimarsdóttir U, Hauksdóttir A, Kawachi I. Economic crisis and smoking behavior: prospective cohort study in Iceland. BMJ Open 2012;2(5).

 

Doktorsritgerð (PhD, AH aðalleiðbeinandi).

·         2014. Mental health and health behaviors following an economic collapse: The case of Iceland. Nemi Christopher B. McClure.

 

Meistararitgerðir (MPH, AH aðalleiðbeinandi).

·         2012. Regrets after alcohol consumption following the 2008 financial crisis in Iceland: A prospective cohort study. Nemi: Anna María Guðmundsdóttir.

·         2013. Félagslegur stuðningur og andleg líðan í kjölfar efnahagsþrenginganna á Íslandi 2008: Framsýn ferilrannsókn. Nemi: Helga Margrét Clarke.

·         2013. Sálræn streita og verkir í kjölfar efnahagskreppu. Framsýn ferilrannsókn. Nemi: Sigrún Elva Einardóttir.

 

Handrit í vinnslu:

·         Gudmundsdóttir DG, Ásgeirsdóttir BB, Huppert FA, Sigfúsdóttir ID, Thorlindsson Th, Valdimarsdóttir U, Hauksdóttir A. How does the economic crisis influence adolescents' happiness? - Population-based surveys in Iceland in 2000-2010. Under review in Journal of Happiness Studies.

·         Rise in hypertensive disorders of pregnancy during the first year after a national economic collapse. Eiríksdóttir VH, Valdimarsdóttir U, Ásgeirsdóttir TL, Lund SH, Hauksdóttir A, Bjarnadóttir RI, Zoega H. Under review in European Journal of Public Health.

·         McClure CB, Valdimarsdóttir U, Stuckler D, Gudmundsdóttir DG, Hauksdóttir A. Increase in female depressive symptoms following the 2008 financial crisis in Iceland: A prospective cohort study.

·         Guðmundsdóttir AM, Gudmundsdóttir R, Rafnsson V, Hauksdóttir A. Regrets after alcohol consumption following the 2008 financial crisis in Iceland: A prospective cohort study

·         Clarke HM, Valdimarsdóttir U, Eiríksdóttir VH, Hauksdóttir A. Alterations in social support and mental well-being following the economic collapse in Iceland 2008: A prospective cohort study.

·         Einarsdóttir SE, Valdimarsdóttir U, Björnsdóttir SV, Hauksdóttir A. Experience of pain following the economic collapse in Iceland – a prospective cohort study.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica