Breytileiki Njáls sögu - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.1.2015

Markmið verkefnisins Breytileiki Njáls sögu var tvíþætt: Annars vegar að leiða fram margvíslegan breytileika Njáls sögu eins og hann birtist í handritum sögunnar og styðjast þar við fjölfaglega rannsóknarnálgun og nýjar aðferðir í textafræði. Hins vegar að mynda, með uppskriftum handrita og kóðun texta þeirra, grunn að nýrri útgáfu sögunnar og upplýsingaveitu um handrit hennar.

Heiti verkefnis: Breytileiki Njáls sögu
Verkefnisstjóri: Svanhildur Óskarsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2011-2013
Fjárhæð styrks: 19,935 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  110610

Í ljósi rannsóknarsögunnar og stöðu þekkingar var meginþunga verkefnisins beint að þeim handritum Njálu sem hingað til hafa minnsta athygli hlotið:

  •  Þeim 10 handritsbrotum sem í Árnasafni eru undir safnmarkinu AM 162 B fol. og auðkennd með grískum bókstöfum frá alfa til kappa.
  •   Gráskinnu, GKS 2870 4to, einu elsta handriti sögunnar.
  •  Eftirritum hinnar glötuðu skinnbókar Gullskinnu en þau eru fjölmörg frá 17. og 18. öld.

Auk þess var sérstök áhersla lögð á þann vitnisburð sem handritin geta veitt um viðtökur sögunnar með því að skoða efnislega þætti handritanna, svo sem snið þeirra, viðbætur skrifara og myndefni.

Þátttakendur í verkefninu komu úr hópi sérfræðinga Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, vísindamanna og stúdenta Háskóla Íslands, sérfræðinga og stúdenta Nordisk forskningsinstitut við Kaupmannahafnarháskóla, auk lektors við Háskólann í Leeds og doktorsnema við University of Wisconsin, Madison.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í ellefu greinum sem koma út í greinasafni (vinnutitill: “Hefir hver til síns ágætis nökkut: New Studies in the Manuscript Tradition of Njáls saga). Verkefnið, eða einstakir þættir þess, hefur einnig verið kynnt á Vísindavöku RANNÍS, í sjónvarpsþáttaröðinni Íslensk vísindi og á eftirfarandi ráðstefnum innanlands og utan:

101st SASS Conference, Chicago, 28.-30. apríl 2011. (S. Arthur)

20. Arbeitstagung der Skandinavistik, Universität Wien, 27.-30. september 2011. (L. Zeevaert)

102nd SASS Conference, Salt Lake City, 3.-5. maí 2012. (S. Arthur)

Fifteenth International Saga Conference, Århus Universitet, 5.-11. ágúst 2012. (S. Arthur, Haraldur Bernharðsson, E. Lethbridge, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson, L. Zeevaert, Þorsteinn Á. Surmeli)

Hugvísindaþing Háskóla Íslands, Reyjavík, 15.-16. mars 2013. (E. Lethbridge, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson, L. Zeevaert)

Easy Tools for Difficult Texts? Huygens Instituut, Haag, 18.-19. apríl 2013. (L. Zeevaert)

The Dynamics of the Medieval Manuscript. Universiteit Utrecht, 26. apríl 2013. (E. Lethbridge)

103rd SASS Conference, San Francisco, 2.-4. maí 2013. (S. Arthur)

Hugvísindaþing Háskóla Íslands, Reykjavík, 14.-15. mars 2014. (A. Hall, E. Lethbridge, L. Zeevaert)

49th International Congress on Medieval Studies, Western Michigan University, Kalamazoo, 8.-11. maí 2014. (S. Arthur)

Ninth International Conference on Language Resources and Evaluation (LREC), Reykjavík, 26.-31. maí 2014. (L. Zeevaert)

19th Biennial International Congress of the New Chaucer Society, Reykjavík, 16.-20. júlí 2014.

Writing History — Battles and the Shaping of the North Atlantic World: 1014 Ireland and the Wider World. University of Cambridge, 5.-6. desember 2014. (Svanhildur Óskarsdóttir)

Þá hafa sex námsritgerðir verið unnar í tengslum við verkefnið (doktorsritgerð, fjórar MA-ritgerðir og ein BA-ritgerð). Þau gögn sem aflað hefur verið í verkefninu munu mynda undirstöðu nýrrar útgáfu Njáls sögu.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica