Ótti og streita í dýrastofnum: orsakir og afleiðingar truflunar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

2.10.2018

Niðurstöður verkefnisins sýna að atferli og tengt álag margæsanna var mismunandi eftir árstíðum milli Írlands og Íslands, en einnig innan árstíða milli mismunandi búsvæða. Eins og við spáðum, þá voru, á vetrarstöð á Írlandi, álagshormón í hærri gildum á túnum og þurrlendissvæðum þar sem truflun var meiri en lægri á hinum mikilvægu hafrænu flæðamýrum. Þetta mynstur var hinsvegar öfugt farið á vorstoppi á Íslandi þar sem álagshormón voru í hærri gildum á hafrænum búsvæðum sem sýnt hefur verið að eru mikilvæg ætissvæði fyrir varptíma.

Rannsókn þessi miðaði að því að kanna kerfisbundið einstaklingsbundna áhættuhegðun og álag í mismunandi aðstæðum í villtum dýrastofni. Athuganir voru gerðar á margæs Branta bernicla hrota sem vetrar sig á Írlandi en dvelur á Íslandi á vorstoppi á leið á varpstöðvar á heimskautasvæðum Norður-Kanada. Nýnæmi þessarar rannsóknar er að hér verður fylgst með sömu einstaklingunum í mismunandi aðstæðum, þ.e. milli mismunandi búsvæða innan og milli mismunandi landsvæða og árstíða þvert á fartíma tegundarinnar.

141351-freydis2

Niðurstöðurnar sýna að atferli og tengt álag var mismunandi milli árstíða milli Írlands og Íslands, en einnig innan árstíða milli mismunandi búsvæða. Eins og við spáðum, þá voru, á vetrarstöð á Írlandi, álagshormón í hærri gildum á túnum og þurrlendissvæðum þar sem truflun var meiri en lægri á hinum mikilvægu hafrænu flæðamýrum. Þetta mynstur var hinsvegar öfugt farið á vorstoppi á Íslandi þar sem álagshormón voru í hærri gildum á hafrænum búsvæðum sem sýnt hefur verið að eru mikilvæg ætissvæði fyrir varptíma. Þessi niðurstaða gefur tilefni til frekari athugana og umræðu um búsvæðavernd tegundarinnar að vori á Íslandi. Niðurstöður verkefnisins hafa bæði lagt til ný gögn á sviði atferlislíffræði dýra og komið fram með áður óþekktar upplýsingar um líf margæsa. Saman styrkja þessar upplýsingar skilning okkar á langferðafari dýra og tengdum ferlum, en einnig stuðla að mikilvægri verndarlíffræðikerfa tengt viðkæmum heimskautasvæðum.

141351-freydis

Verkefnið hefur þegar birt ritrýndar vísindagreinar í viðurkenndum alþjóðatímaritum og eru fleiri greinar innsendar eða í bígerð til birtinga á komandi misserum. Rannsóknarteymið vann einnig að heimildamynd um verkefnið og rannsóknaefniviðinn og má sjá þá mynd á YouTube. Fjöldi fyrirlestra hafa verið fluttir um niðurstöður verkefnisins á alþjóðlegum og innlendum ráðstefnum og fundum.


English

This research project aims to systematically investigate individual, context-dependent risk management and stress in a wild population of animals for the first time. We study the East Canadian High Arctic Light bellied Brent Geese Branta bernicla hrota that spends winters in Ireland and spring in Iceland during staging before migration to breeding grounds in the Canadian High Arctic.

The novelty of the study is a unique opportunity of tracking the same individuals across multiple contexts, e.g. between different habitat within and between different locations at different times of the migratory cycle. Our results show that behavior and associated stress levels differ across seasons, between Ireland and Iceland, but also between habitats. As predicted, hormone stress levels were higher on disturbed terrestrial areas in Ireland and lower on important marine saltmarshes. However, this trend was reversed in Iceland witch raises concerns on habitat protection for the species during spring staging. Information stemming from this project has both contributed new scientific knowledge in the field of behavioural biology in animal sciences as well as provided until now unknown information on the natural history biology of the East Canadian High Arctic Light bellied Brent Geese.

Together this will not only enhance our understanding on long distance migratory animals and the accosted processes but importantly will contribute significantly to the conservation of a fragile arctic ecosystem. Project's outputs include published papers in peer-reviewed journals, a film documentary on the research project and the natural history of the study species and number of international conference presentations.

Heiti verkefnis: Ótti og streita í dýrastofnum: orsakir og afleiðingar truflunar / Fear and stress in animals: causes and consequences of disturbance
Verkefnisstjóri: Freydís Vigfúsdóttir, Náttúrufræðistofnun Íslands
Tegund styrks: Rannsóknastöðustyrkur
Styrkár: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 20,99 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 141351

Þetta vefsvæði byggir á Eplica